Jason Daði Svanþórsson náði í fjórðu stoðsendingu sína á tímabilinu er Grimsby Town vann Walsall, 3-1, í ensku D-deildinni í dag.
Mosfellingurinn hefur fengið stórt hlutverk í liði Grimsby á þessu tímabili og reynst liðinu mikilvægur.
Hann átti stoðsendinguna að fyrsta mark Grimsby í dag er hann lagði boltann á hinn 19 ára gamla Jayden Luker á 21. mínútu. Hann er því kominn með fjórar stoðsendingar í deildinni á tímabilinu.
Markið var mikilvægt en Grimsby jafnaði metin sem kom liðinu í gírinn og bættu þeir Rose og Luker við tveimur mörkum áður en flautað var til leiksloka.
Stór sigur hjá Grimsby sem var að vinna topplið deildarinnar en Grimsby er í 8. sæti með 56 stig, tólf stigum frá toppsætinu.
Benoný Breki Andrésson kom inn af bekknum hjá Stockport County sem gerði markalaust jafntefli við Charlton í C-deildinni.
Framherjinn hefur verið að gera það gott í síðustu leikjum og skorað þrjú mörk og var nálægt því að bæta við fjórða markinu á tímabilinu á lokakafla leiksins en heppnin ekki með honum.
Stockport er í 4. sæti C-deildarinnar með 62 stig og í harðri baráttu um að komast beint upp um deild.
Galdur Guðmundsson kom inn af bekknum hjá danska B-deildarliðinu Horsens sem vann Hobro, 3-1. Horsens er í 3. sæti með 37 stig.
Damir Muminovic lék þá allan leikinn í vörninni hjá DPMM sem gerði 1-1 jafntefli gegn Young Lions í úrvalsdeildinni í Singapúr. DPMM er í 7. sæti með 25 stig eftir 25 leiki.
Athugasemdir