Mateta kostar 40 milljónir punda - Liverpool og Man Utd vilaj Robinson - Douglas Luiz aftur í ensku úrvalsdeildina?
banner
   sun 09. mars 2025 11:50
Brynjar Ingi Erluson
Barcelona hafnar tækifærinu á að fá Neymar - Myndi hafa neikvæð áhrif á aðrar stjörnur
Mynd: EPA
Draumur brasilíska sóknarmannsins Neymar um að snúa aftur til Barcelona verður ekki að veruleika en þetta segir spænski miðillinn Sport.

Neymar, sem fagnaði 33 ára afmæli sínu í síðasta mánuði, er sagður vilja snúa aftur til Barcelona í sumar, en hann er þessa stundina á mála hjá Santos í Brasilíu.

Brasilíumaðurinn kom aftur til Santos á dögunum eftir að hafa eytt einu og hálfu ári hjá Al Hilal í Sádi-Arabíu.

Erfið krossbandsslit héldu honum frá keppni langstærstan hluta tíma hans hjá Al Hilal en hann hefur verið í frábæru formi síðan hann sneri aftur til Brasilíu.

Undanfarnar vikur hefur verið talað um mögulega endurkomu Neymar til Barcelona, en Sport segir það vera útilokað.

Deco, yfirmaður fótboltamála hjá Barcelona, telur það ekki vera rétta skrefið að fá Neymar aftur og að tvær ástæður þess séu að hann sé ekki lengur sami leikmaðurinn og hann var og að hann myndi hafa neikvæð áhrif á móralinn í hópnum.

Neymar náði ótrúlegum árangri með Barcelona frá 2013 til 2017, en hann skoraði 105 mörk og gaf 76 stoðsendingar er Barcelona varði spænskur meistari tvisvar og Meistaradeildina einu sinni.
Athugasemdir
banner
banner
banner