Mateta kostar 40 milljónir punda - Liverpool og Man Utd vilaj Robinson - Douglas Luiz aftur í ensku úrvalsdeildina?
   sun 09. mars 2025 10:47
Brynjar Ingi Erluson
Man Utd fær að vita verðmiðann á Mateta - Douglas Luiz til Newcastle?
Powerade
Fer Jean-Philippe Mateta til Man Utd?
Fer Jean-Philippe Mateta til Man Utd?
Mynd: EPA
Liverpool og Man Utd vilja Antonee Robinson
Liverpool og Man Utd vilja Antonee Robinson
Mynd: EPA
Er Douglas Luiz á leið aftur í ensku úrvalsdeildina?
Er Douglas Luiz á leið aftur í ensku úrvalsdeildina?
Mynd: EPA
Ensku félögin eru farin að vinna í leikmannamálum fyrir sumargluggann en Manchester United er sagt á eftir nokkrum áhugaverðum bitum.

Crystal Palace hefur tjáð Manchester United að það þurfi að greiða 40 milljónir punda til að fá franska sóknarmanninn Jean-Philippe Mateta (27) í sumar. (Mirror)

Fulham mun þá einnig skoða tilboð sem nemur 40 milljónum punda eða meira í bandaríska vinstri bakvörðinn Antonee Robinson (27), en Liverpool og Man Utd eru bæði á eftir honum. (Football Insider)

Roma gæti verið reiðubúið að selja Tammy Abraham (27) í sumar, en félagið hefur ekki áhuga á að lána hann út í annað tímabil. Abraham er ekki hluti af framtíðarplönum Roma. (Nicola Schira)

West Ham, Wolves og Everton hafa áhuga á Abraham, en West Ham hefur þegar hafið viðræður við föruneyti enska leikmannsins. (Calciomercato)

Sænski framherjinn Viktor Gyökeres (26) er farinn að undirbúa brottför frá portúgalska félaginu Sporting, en Man Utd hefur mikinn áhuga á að fá sænska landsliðsmanninn. (Fichajes)

Arsenal hefur fylgst náið með argentínska sóknarmanninum Santiago Castro (20), sem er á mála hjá Bologna á Ítalíu og eru njósnarar félagsins mjög svo hrifnir af leikmanninum. (Football Transfers)

Ítalinn Andrea Berta mun skrifa undir samning hjá Arsenal á næstu dögum, en hann mun taka við af Edu sem nýr yfirmaður íþróttamála hjá félaginu. (Fabrizio Romano)

Tottenham er að undirbúa tæplega 34 milljóna punda tilboð í Antoine Semenyo (25), framherja Bournemouth. (CaughtOffside)

Chelsea er að fylgjast með David Hancko (27), varnarmanni Feyenoord og Slóvakíu, en Tottenham er einnig meðal félaga sem hafa áhuga á honum. (Teamtalk)

Everton ætlar að fá danska landsliðsmanninn Christian Norgaard (30) þegar samningur hans við Brentford rennur út í sumar. (Football Insider)

Douglas Luiz (26), leikmaður Juventus og brasilíska landsliðsins, gæti snúið aftur í ensku úrvalsdeildina í sumar, en Newcastle er að íhuga að skipta á honum og Sandro Tonali (24), í sumarglugganum. (Football Insider)

Newcastle hefur þá áhuga á Assane Diao (19), leikmanni Como. (Football Insider)

Inter vill endursemja við franska sóknarmanninn Marcus Thuram (27), en hann er með riftunarákvæði í núgildandi samningi sem nemur um 71 milljón punda. (Gazzetta dello Sport)

Eintracht Frankffurt er að fylgjast náið með stöðu tyrkneska landsliðsmannsins Arda Güler (20), sem er á mála hjá Real Madrid á Spáni. (Sky Sports í Þýskalandi)

Xavi (45), fyrrum þjálfari Barcelona, segist reiðubúinn að snúa aftur í þjálfun, en hann væri til í að taka við öðru félagi í La Liga. (France Football)
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner