Mateta kostar 40 milljónir punda - Liverpool og Man Utd vilaj Robinson - Douglas Luiz aftur í ensku úrvalsdeildina?
   sun 09. mars 2025 16:32
Brynjar Ingi Erluson
Ítalía: Fallegt mark Alberts ekki nóg gegn Napoli
Albert skoraði flott mark gegn Napoli
Albert skoraði flott mark gegn Napoli
Mynd: EPA
Albert Guðmundsson var á skotskónum með Fiorentina sem tapaði fyrir Napoli, 2-1, í Seríu A á Ítalíu í dag.

Íslenski landsliðsmaðurinn var að byrja sinn fyrsta leik síðan í byrjun febrúar en hann skoraði einmitt í þeim leik gegn sínum gömlu félögum í Genoa.

Eitt mark skildin Napoli og Fiorentina að í hálfleik en það mark gerði Romelu Lukaku og komu þrír fyrrverandi leikmenn Manchester United allir við sögu. David De Gea varði skot Scott McTominay út á Lukaku sem var fljótur að átta sig og náði að stýra boltanum í netið.

Gianluca Raspadori tvöfaldaði forystuna fyrir Napoli eftir stoðsendingu Lukaku á 60. mínútu en einhvern veginn tókst Fiorentina að galdra fram mark um sex mínútum síðar.

Moise Kean fékk boltann rétt fyrir utan teiginn, lagði hann á Albert sem skoraði með glæsilegu innanfótarskoti neðst í hægra hornið. Fimmta deildarmark Alberts með Flórensarliðinu.

Sjáðu markið hjá Alberti

Lengra komst Fiorentina ekki og vann Napoli leikinn 2-1. Napoli er í öðru sæti með 60 stig, stigi frá toppnum en Fiorentina í 7. sæti, fimm stigum frá Evrópusæti.

Bologna lagði þá Verona að velli, 2-1, á útivelli. Jens Odgaard kom Bologna yfir undir lok fyrri hálfleiks og ekki batnaði það fyrir Verona er Nicolas Valentini fékk að líta rauða spjaldið þegar tuttugu mínútur voru til leiksloka.

Nicolo Cambiaghi tvöfaldaði forystuna fyrir Bologna á 78. mínútu en Verona svaraði strax með marki Daniel Mosquera. Bologna gat skorað þriðja markið en Thins Dallinga setti boltann framhjá.

Bologna vann þriðja leikinn í röð og er í 6. sæti með 50 stig og á góðri leið með að koma sér í Evrópu fyrir næsta tímabil en Verona er í 15. sæti með 26 stig og í bullandi fallbaráttu.

Verona 1 - 2 Bologna
0-1 Jens Odgaard ('40 )
0-2 Nicolo Cambiaghi ('78 )
1-2 Daniel Mosquera ('80 )
Rautt spjald: Nicolas Valentini, Verona ('70)

Napoli 2 - 1 Fiorentina
1-0 Romelu Lukaku ('26 )
2-0 Giacomo Raspadori ('60 )
2-1 Albert Gudmundsson ('66 )
Stöðutaflan Ítalía Serie A - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Inter 28 18 7 3 63 27 +36 61
2 Napoli 28 18 6 4 45 23 +22 60
3 Atalanta 28 17 7 4 61 26 +35 58
4 Juventus 28 13 13 2 45 23 +22 52
5 Lazio 27 15 5 7 49 35 +14 50
6 Bologna 28 13 11 4 44 34 +10 50
7 Roma 28 13 7 8 43 30 +13 46
8 Fiorentina 28 13 6 9 43 30 +13 45
9 Milan 28 12 8 8 42 32 +10 44
10 Udinese 27 11 6 10 34 37 -3 39
11 Torino 28 8 11 9 33 34 -1 35
12 Genoa 28 7 11 10 26 36 -10 32
13 Como 28 7 8 13 34 44 -10 29
14 Cagliari 28 6 8 14 28 43 -15 26
15 Verona 28 8 2 18 28 58 -30 26
16 Lecce 28 6 7 15 20 46 -26 25
17 Parma 28 5 9 14 34 48 -14 24
18 Empoli 28 4 10 14 23 45 -22 22
19 Venezia 28 3 10 15 23 42 -19 19
20 Monza 28 2 8 18 23 48 -25 14
Athugasemdir
banner
banner