Brentford og Aston Villa mætast klukkan 17:30 í 28. umferð ensku úrvalsdeildarinnar á Community-leikvanginum í Lundúnum í dag.
Thomas Frank gerir eina breytingu á liði Brentford en Christian Norgaard kemur inn fyrir Yehor Yarmoliuk, sem tekur sér sæti á bekknum.
Landsliðsmarkvörðurinn Hákon Rafn Valdimarsson er áfram á bekknum hjá Brentford.
Unai Emery gerir á meðan tvær breytingar frá 3-1 sigrinum á Club Brugge í Meistaradeildinni. Emiliano Martínez er ekki með í dag og kemur því Robin Olsen í markið og þá kemur Jacob Ramsey inn fyrir Marcus Rashford.
Brentford: Flekken, Ajer, Collins, Pinnock, Lewis-Potter, Norgaard, Janelt, Mbeumo, Damsgaard, Schade, Wissa.
Aston Villa: Olsen, Disasi, Konsa, Mings, Digne, McGinn,Tielemans, Bailey, Rogers, Ramsey, Watkins.
Athugasemdir