Mateta kostar 40 milljónir punda - Liverpool og Man Utd vilaj Robinson - Douglas Luiz aftur í ensku úrvalsdeildina?
banner
   lau 08. mars 2025 21:15
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Heimir í stúkunni - Baráttan um bakvarðarstöðuna
Mynd: EPA
Leikur Wolves og Everton er í fullum gangi en staðan er 1-1 þar sem Jack Harrison kom Everton yfir en Marshall Munetsi jafnaði metin.

Heimir Hallgrímsson, landsliðsþjálfari Írlands, er mættur á Molineux ásamt John O'Shea aðstoðarmanni sínum til að fylgjast með en landsliðsmenn Íra eru í báðum liðum.

Matt Doherty er í byrjunarliði Wolves og Jake O'Brien er í byrjunarliði Everton en þeir eru báðir hægri bakverðir. Þá er Seamus Coleman á bekknum hjá Everton en hann hefur verið fjarverandi vegna meiðsla síðan um jólin.

Heimir fylgist með þeim en hann mun velja landsliðshópinn fyrir mikilvæga leiki gegn Búlgaríu um sæti í B deild Þjóðadeildarinnar. Leikirniir fara fram 20. og 23. mars en Írland byrjar á útivelli.


Athugasemdir
banner
banner
banner