Mateta kostar 40 milljónir punda - Liverpool og Man Utd vilaj Robinson - Douglas Luiz aftur í ensku úrvalsdeildina?
   lau 08. mars 2025 10:00
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Kolo Muani fann fyrir pressunni hjá PSG - „Hafa opnað dyrnar fyrir mig"
Mynd: EPA
Randall Kolo Muani hefur opnað sig um tímann sinn hjá PSG sem var ekki nógu góður.

Kolo Muani gekk til liðs við Juventus á láni frá PSG í janúar og hefur verið að spila mjög vel á Ítalíu, hann hefur skorað fimm mörk og lagt upp eitt í sex leikjum í Seríu A.

„Mig langar að spila og njóta mín. Ef þetta heldur svona áfram, af hverju ekki? Juventus er félag sem hefur opnað dyrnar fyrir mig," sagði Kolo Muani aðspurður hvort hann vilji vera áfram hjá Juventus.

Hann gekk til liðs við PSG frá Frankfurt árið 2023 en hann hefur aðeins skorað 11 mörk í 54 leikjum fyrir liðið.

„Sem Frakki í París sem kostaði 90 milljónir evra þá er það mikil pressa og það þola hana ekki allir. Ég gat það ekki, ég fékk mín tækifæri og mistókst að nýta þau. Það er sárt en svona er fótbolti, ég sé ekki eftir neinu," sagði Kolo Muani.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner