Mikel Arteta, stjóri Arsenal á Englandi, segir það afar óheppilegt að unglingalandsliðsmennirnir Chido Obi-Martin og Ayden Heaven hafi ákveðið að yfirgefa félagið og ganga í raðir Manchester United.
Síðasta sumar missti Arsenal Obi-Martin til United, en hann hafði verið að raða inn mörkum með unglingaliðum Arsenal.
Danski unglingalandsliðsmaðurinn þykir eitt mesta efni Evrópu og hefur Ruben Amorim þegar gefið honum nokkrar mínútur á þessu tímabili.
Í byrjun árs missti Arsenal annan efnilegan leikmann er enski miðvörðurinn Ayden Heaven samdi við United, en hann lék einmitt sínar fyrstu mínútur í bikarleiknum gegn Fulham á dögunum.
Arteta segist ekki hafa verið ánægður með ákvörðun þeirra, en hann ræddi þetta á blaðamannafundi fyrir leik Arsenal gegn United um helgina.
„Ég var ekki það innblandaður í þá ákvörðun. Það er ekki mikið sem þú getur gert þegar leikmaður tekur ákvörðin að besta leiðin sé að yfirgefa félagið.“
„Þetta var mjög óheppilegt því við viljum halda okkar bestu leikmönnum úr akademíunni og gera allt til að þeir nái árangri með aðalliðinu, en það var ekki mögulegt með Chido Obi og Ayden Heaven,“ sagði Arteta.
Man Utd tekur á móti Arsenal á Old Trafford á sunnudag en tap þar gerir endanlega út um vonir Arsenal á að vera með titilbaráttunni.
Athugasemdir