Mateta kostar 40 milljónir punda - Liverpool og Man Utd vilaj Robinson - Douglas Luiz aftur í ensku úrvalsdeildina?
   sun 09. mars 2025 19:36
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Amorim: Verðum stundum að gera eitthvað sem er ekki vinsælt
Mynd: EPA
Manchester United gerði jafntefli gegn Arsenal á Old Trafford í dag. Bruno Fernandes kom Man Utd yfir en Declan Rice jafnaði metin.

Man Utd lá mikið til baka í fyrri hálfleik en Arsenal tókst lítið að ógna markinu. Leikurinn opnaðist töluvert í þeim seinni, Rúben Amorim viðurkenndi að leikskipulagið hafi ekki verið ákjósanlegt.

„Við spiluðum vel. Við viljum ekki spila svona, verjast svona mikið og láta andstæðinginn vera með boltann en með alla þessa leiki, öll vandamálin og eiginleika leikmanna, reynum við að aðlagast og finna leið til að vinna leikinn. Seinni hálfleikur mun betri," sagði Amorim.

„Þegar þú þjálfar Man utd getur þú ekki spilað svona. Markmiðið er að vinna leikinn, ég veit að þetta er pirrandi fyrir stuðningsmennina stundum en þegar þú skorar og færð tækifæri breytist leikurinn. Studnum verðum við að gera hluti sem eru ekki vinsælir en við þurfum stigin."
Athugasemdir
banner
banner
banner