Mateta kostar 40 milljónir punda - Liverpool og Man Utd vilaj Robinson - Douglas Luiz aftur í ensku úrvalsdeildina?
   sun 09. mars 2025 18:02
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Ísak Andri fiskaði mann af velli og skoraði í bikarsigri - Mikael bjargaði stigi
Mynd: Guðmundur Svansson
Ísak Andri Sigurgeirsson og Arnór Ingvi Traustason eru komnir áfram í undanúrslit sænska bikarsins eftir sigur Norrköping gegn Trelleborg í dag.

Þeir voru báðir í byrjunarliðinu en Norrköping var marki undir í hálfleik.

Norrköping jafnaði metin í upphafi seinni hálfleiks og Trelleborg missti mann af velli með rautt spjald undir lok leiksins. Varnarmaður Trelleborg reif Ísak Andra niður sem var að sleppa í gegn.

Framlengja þurfti leikinn þar sem Norrköping skoraði tvö mörk, Ísak Andri innsiglaði 3-1 sigur liðsins. Arnór Ingvi var tekinn af velli á 106. mínútu.

Mikael Anderson bjargaði stigi fyrir AGF gegn Viborg í dönsku deildinni en liðið er í 3. sæti með 36 stig, sex stigum á eftir toppliði Midtjylland.

Kristófer Jónsson spilaði rúman klukkutíma þegar Triestina gerði markalaust jafntefli gegn Pergolettese í C-deildinni á Ítalíu. Triestina er í 17. sæti með 30 stig eftir 30 umferðir en fimm stig voru dregin af liðinu á dögunum vegna brota á fjármálareglum.
Athugasemdir
banner
banner
banner