Topplið Liverpool er búið að snúa við taflinu gegn botnliði Southampton og er staðan nú 2-1 á Anfield. Darwin Nunez var allt í öllu í endurkomunni.
Liverpool fór marki undir inn í hálfleikinn eftir misskilning milli Alisson og Virgil van Dijk. Brasilíski markvörðurinn vildi þó meina að Mateus Fernandes hafi brotið á sér í aðdragandanum en ekkert var dæmt.
Hálfleiksræða Arne Slot hefur greinilega svínvirkað því leikmenn Liverpool mættu ógnarsterkir til leiks í þeim síðari og hafa nú snúið taflinu við.
Úrúgvæski framherjinn Darwin Nunez jafnaði metin eftir laglegan undirbúning Luis Díaz á 52. mínútu. Díaz hljóp inn í teiginn og upp að endalínu áður en hann kom boltanum fyrir á Nunez sem skaut föstu skoti á nærstöngina.
Sjáðu markið hjá Nunez
Tæpri mínútu síðar var Liverpool komið í forystu. Aftur var Nunez í aðalhlutverki, en það var markaskorari Southampton, Will Smallbone, sem fór aftan í ökklann á Nunez í teignum og vítaspyrna dæmd.
Það var svo auðvitað Mohamed Salah sem fór á punktinn og skoraði af gríðarlegu öryggi.
Sjáðu vítaspyrnudóminn og markið hjá Salah
Athugasemdir