Celta Vigo vann Leganes í spænsku deildinni í fyrsta leik dagsins sem gaf Valencia tækifæri á því að komast upp úr fallsæti.
Valencia fékk botnlið Valladolid í heimsókn. Staðan var 1-1 í hálfleik en Umar Sadiq tryggði Valencia sigurinn með marki eftir tæplega klukkutíma leik. Þetta var fjórða mark hans í síðustu fjórum leikjum.
Valencia fékk botnlið Valladolid í heimsókn. Staðan var 1-1 í hálfleik en Umar Sadiq tryggði Valencia sigurinn með marki eftir tæplega klukkutíma leik. Þetta var fjórða mark hans í síðustu fjórum leikjum.
Alaves var með forystuna gegn Villarreal í hálfleik. Eftir tæplega klukkutíma leik fékk Antonio Sivera, markvörður Alaves rautt spjald þegar hann fékk boltann í höndina fyrir utan teiginn.
Villarreal var með öll völd á vellinum síðasta hálftímann en tókst ekki að ógna markinu. Í uppbótatíma fékk Antonio Blanco, miðjumaður Alaves, rautt spjald en Villarreal tókst ekki að nýta sér liðsmuninn og sigur Alaves staðreynd.
Celta 2 - 1 Leganes
0-1 Valentin Rosier ('19 )
1-1 Oscar Mingueza ('26 )
2-1 Alfon Gonzalez ('45 )
Valencia 2 - 1 Valladolid
1-0 Diego Lopez Noguerol ('7 )
1-1 Juanmi Latasa ('40 )
2-1 Umar Sadiq ('58 )
Alaves 1 - 0 Villarreal
1-0 Manu Sanchez ('11 )
Rautt spjald: ,Antonio Sivera, Alaves ('58)Antonio Blanco, Alaves ('90)
Athugasemdir