Matheus Cunha hefur verið stórkostlegur fyrir Wolves á þessari leiktíð en liðið er án hans í næstu tveimur leikjum eftir að hann var dæmdur í bann fyrir að fá rautt spjald í tapinu gegn Bournemouth í enska bikarnum í síðustu viku.
Cunha hefur skorað 13 mörk og lagt upp fjögur í 26 leikjum í deildinni á þessari leiktíð.
Hann tók út sinn fyrsta leik af þremur í banni þegar Wolves gerði 1-1 jafntefli gegn Everton í gær. Vitor Pereira, stjóri Wolves, hefur ekki áhyggjur af liðinu í fjarveru Cunha.
Cunha hefur skorað 13 mörk og lagt upp fjögur í 26 leikjum í deildinni á þessari leiktíð.
Hann tók út sinn fyrsta leik af þremur í banni þegar Wolves gerði 1-1 jafntefli gegn Everton í gær. Vitor Pereira, stjóri Wolves, hefur ekki áhyggjur af liðinu í fjarveru Cunha.
„Ég trúi ekki á það að byggja upp lið í kringum ákveðinn leikmann. Einn leikmaður getur gert sérstaka hluti, við erum með aðra leikmenn sem geta gert það ef þeir fá sjálfstraust til þess," sagði Pereira.
„Við verðum að spila sem lið, berjast og vera skipulagðir. Cunha er leikmaður sem gefur okkur aðra hluti en liðið er það mikilvægasta."
Athugasemdir