Mateta kostar 40 milljónir punda - Liverpool og Man Utd vilaj Robinson - Douglas Luiz aftur í ensku úrvalsdeildina?
   lau 08. mars 2025 23:23
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Þýskaland: Gengur ekkert upp hjá Leipzig
Peter Gulacsi bjargaði stigi fyrir Leipzig
Peter Gulacsi bjargaði stigi fyrir Leipzig
Mynd: EPA
Freiburg 0 - 0 RB Leipzig

Freiburg og Leipzig áttust við í mikilvægum leik í Evrópubaráttunni í þýsku deildinni.

Þetta var ansi tíðindalítill leikur en Freiburg fékk betri færi. Max Eggestein komst næst því að skora en Peter Gulacsi gerði mjög vel þegar hann sló boltann yfir eftir skalla frá Eggestein.

Það hefur gengið afar illa hjá Leipzig að undanförnu en liðið hefur aðeins unnið einn af síðustu níu leikjum sínum í deildinni. Þetta var hins vegar fjórði leikurinn í röð sem Freiburg heldur hreinu.

Freiburg er í 5. sæti með 41 stig, tveimur stigum á undan Leipzig og stigi á eftir Frankfurt.
Stöðutaflan Þýskaland Bundesliga - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Bayern 25 19 4 2 74 23 +51 61
2 Leverkusen 25 15 8 2 55 30 +25 53
3 Mainz 25 13 5 7 42 26 +16 44
4 Eintracht Frankfurt 24 12 6 6 50 37 +13 42
5 Freiburg 25 12 5 8 34 36 -2 41
6 RB Leipzig 25 10 9 6 39 33 +6 39
7 Wolfsburg 25 10 8 7 49 39 +10 38
8 Stuttgart 25 10 7 8 44 39 +5 37
9 Gladbach 25 11 4 10 39 38 +1 37
10 Dortmund 25 10 5 10 45 39 +6 35
11 Augsburg 25 9 8 8 28 35 -7 35
12 Werder 25 9 6 10 38 49 -11 33
13 Hoffenheim 24 6 7 11 31 46 -15 25
14 Union Berlin 24 6 5 13 20 37 -17 23
15 St. Pauli 25 6 4 15 19 30 -11 22
16 Bochum 25 5 5 15 26 49 -23 20
17 Holstein Kiel 25 4 5 16 37 61 -24 17
18 Heidenheim 24 4 3 17 27 50 -23 15
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner