Mateta kostar 40 milljónir punda - Liverpool og Man Utd vilaj Robinson - Douglas Luiz aftur í ensku úrvalsdeildina?
   sun 09. mars 2025 19:46
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Sjáðu ótrúlega björgun Raya undir lokin
Mynd: EPA
David Raya, markvörður Arsenal, bjargaði stigi fyrir liðið með stórkostlegum vörslum undir lokin gegn Manchester United á Old Trafford í kvöld.

Bruno Fernandes kom Man Utd yfir með marki beint úr aukaspyrnu undir lok fyrri hálfleiks. Declan Rice jafnaði metin þegar stundafjórðungur var til loka venjulegs leiktíma með frábæru skoti í stöngina og inn.

Þegar tæpar þrjár mínútur voru komnar fram yfir venjulegan leiktíma varði Raya stórkostlega og kom í veg fyrir sigurmark Manchester United.

Bruno Fernandes átti skot inn á teignum sem Raya varði en boltinn skaust upp í loftið og var á leiðinni á markið en Raya var fljótur að hugsa og sló boltann út í teiginn og kom í veg fyrir mark.

Arsenal er 15 stigum frá toppliði Liverpool eftir úrslit helgarinnar en liðið á leik til góða.

Sjáðu vörslurnar hér


Athugasemdir
banner
banner
banner