David Raya, markvörður Arsenal, bjargaði stigi fyrir liðið með stórkostlegum vörslum undir lokin gegn Manchester United á Old Trafford í kvöld.
Bruno Fernandes kom Man Utd yfir með marki beint úr aukaspyrnu undir lok fyrri hálfleiks. Declan Rice jafnaði metin þegar stundafjórðungur var til loka venjulegs leiktíma með frábæru skoti í stöngina og inn.
Þegar tæpar þrjár mínútur voru komnar fram yfir venjulegan leiktíma varði Raya stórkostlega og kom í veg fyrir sigurmark Manchester United.
Bruno Fernandes átti skot inn á teignum sem Raya varði en boltinn skaust upp í loftið og var á leiðinni á markið en Raya var fljótur að hugsa og sló boltann út í teiginn og kom í veg fyrir mark.
Arsenal er 15 stigum frá toppliði Liverpool eftir úrslit helgarinnar en liðið á leik til góða.
Sjáðu vörslurnar hér
WHAT A SAVE FROM DAVID RAYA IN THE 93RD MINUTE! ????????pic.twitter.com/shfAHXkk9I
— Tekkers Foot (@tekkersfoot) March 9, 2025
Athugasemdir