Mateta kostar 40 milljónir punda - Liverpool og Man Utd vilaj Robinson - Douglas Luiz aftur í ensku úrvalsdeildina?
   lau 08. mars 2025 17:21
Brynjar Ingi Erluson
Championship: Burnley á svakalegri siglingu - Héldu hreinu í 26. sinn
James Trafford og félagar í Burnley hafa verið magnaðir á þessu tímabili
James Trafford og félagar í Burnley hafa verið magnaðir á þessu tímabili
Mynd: EPA
Stefán Teitur byrjaði í tapi Preston
Stefán Teitur byrjaði í tapi Preston
Mynd: Preston
Plymouth er í slæmum málum
Plymouth er í slæmum málum
Mynd: Plymouth
Enska B-deildarliðið Burnley heldur áfram á sama skriði og vann lið Luton Town með stæl, 4-0, á Turf Moor í dag.

Burnley hefur ekki tapað leik síðan í nóvember og hefur þá fengið verðskuldaða athygli fyrir frábæran varnarleik.

Sjálfsmark og mark frá Lyle Foster skildi liðin að í hálfleik og þá bættu þeir Josh Brownhill og Ashley Barnes við mörkum í þeim síðari.

Það auðvitað hafði líka áhrif á Luton að Kal Naismith hafi fengið að líta rauða spjaldið snemma í leiknum.

Burnley var að halda hreinu í 26. sinn í deildinni á þessu tímabili, sem er hreint út sagt ótrúleg tölfræði. Liðið er að gera sig líklegt til að fara beint upp en það er nú í 3. sæti með 74 stig, aðeins tveimur stigum frá toppliðum Leeds og Sheffield United.

Sheffield vann einmitt nauman 1-0 sigur á Stefáni Teit Þórðarsyni og félögum hans í Preston.

Landsliðsmaðurinn byrjaði hjá Preston en var skipt af velli á 73. mínútu. Preston er í 16. sæti með 43 stig.

Guðlaugur Victor Pálsson kom inn af bekknum í síðari hálfleik er Plymouth tapaði fyrir Sheffield Wednesday, 3-0, á heimavelli. Plymouth er áfram á botninum með 30 stig.

Bristol City 1 - 1 Hull City
0-1 Joao Pedro ('13 )
1-1 Anis Mehmeti ('54 , víti)
Rautt spjald: Joao Pedro, Hull City ('14)

Burnley 4 - 0 Luton
1-0 Mark Mcguinness ('30 , sjálfsmark)
2-0 Lyle Foster ('39 )
3-0 Josh Brownhill ('53 )
4-0 Ashley Barnes ('90 )
Rautt spjald: Kal Naismith, Luton ('19)

Derby County 2 - 1 Blackburn
1-0 Craig Forsyth ('3 )
2-0 Ebou Adams ('7 )
2-1 Makhtar Gueye ('40 )

Plymouth 0 - 3 Sheffield Wed
0-1 Nathanael Ogbeta ('15 , sjálfsmark)
0-2 Callum Paterson ('41 )
0-3 Djeidi Gassama ('68 )

Sheffield Utd 1 - 0 Preston NE
1-0 Tyrese Campbell ('56 )

Sunderland 2 - 1 Cardiff City
1-0 Eliezer Mayenda ('2 )
1-1 Isaak Davies ('41 )
2-1 Chris Mepham ('77 )

Swansea 1 - 0 Middlesbrough
1-0 Ji-sung Eom ('26 )

West Brom 1 - 0 QPR
1-0 Adam Armstrong ('40 , víti)
Rautt spjald: Darnell Furlong, West Brom ('45)
Stöðutaflan England Championship - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Leeds 36 22 11 3 72 22 +50 77
2 Sheffield Utd 36 24 6 6 51 27 +24 76
3 Burnley 36 20 14 2 49 10 +39 74
4 Sunderland 36 19 11 6 54 33 +21 68
5 Coventry 36 16 8 12 52 46 +6 56
6 West Brom 36 13 16 7 46 32 +14 55
7 Bristol City 36 13 14 9 46 39 +7 53
8 Blackburn 36 15 7 14 41 37 +4 52
9 Middlesbrough 36 14 8 14 55 47 +8 50
10 Norwich 36 12 13 11 57 49 +8 49
11 Watford 36 14 7 15 46 50 -4 49
12 Millwall 36 12 12 12 36 37 -1 48
13 Sheff Wed 36 13 9 14 50 56 -6 48
14 QPR 36 11 11 14 41 46 -5 44
15 Swansea 36 12 8 16 38 46 -8 44
16 Preston NE 36 9 16 11 36 42 -6 43
17 Portsmouth 36 10 10 16 43 57 -14 40
18 Oxford United 36 9 12 15 37 53 -16 39
19 Hull City 36 9 10 17 36 45 -9 37
20 Stoke City 36 8 12 16 36 50 -14 36
21 Cardiff City 36 8 12 16 39 59 -20 36
22 Derby County 36 8 8 20 35 49 -14 32
23 Luton 36 8 7 21 32 59 -27 31
24 Plymouth 36 6 12 18 36 73 -37 30
Athugasemdir
banner
banner