Mateta kostar 40 milljónir punda - Liverpool og Man Utd vilaj Robinson - Douglas Luiz aftur í ensku úrvalsdeildina?
   lau 08. mars 2025 15:39
Brynjar Ingi Erluson
Lilleström kláraði Fram á fjórtán mínútum
Framarar steinlágu gegn Lilleström í LSK-höllinni
Framarar steinlágu gegn Lilleström í LSK-höllinni
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Fram tapaði fyrir Lilleström, 4-0, í æfingaleik í LSK-höllinni í Lilleström í dag.

Lilleström er eitt af stærstu félögum Noregs og unnið deildina fimm sinnum, en er að ganga í gegnum erfiðan kafla.

Liðið féll úr úrvalsdeildinni á síðasta tímabili og mun því leik í B-deildinni á komandi leiktíð.

Rúnar Kristinsson, þjálfari Fram, var áður þjálfari hjá Lilleström frá 2014 til 2016, en hann fékk nú tækifæri til að snúa aftur á sinn gamla heimavöll.

Lilleström skoraði öll fjögur mörk sín á fjórtán mínútna kafla í fyrri hálfleik. Fyrsta markið var sjálfsmark eftir sendingu Leandro Neto, sem bætti sjálfur við öðru markinu mínútu síðar. Lilleström hamraði járnið meðan það var heitt og var Felix Va næstur í röðinni, sem gerði síðan annað mark sitt sjö mínútum fyrir lok fyrri hálfleiks.

Framarar eru á fullu að undirbúa sig fyrir Bestu deildina en fyrsti leikur þeirra er 6. apríl gegn ÍA á Lambahagavellinum í Úlfarsárdal.
Athugasemdir
banner
banner