Þrír leikir í 28. umferð ensku úrvalsdeildarinnar hefjast klukkan 15:00 í dag.
Topplið Liverpool tekur á móti botnliði Southampton á Anfield en Arne Slot leyfir sér að gera nokkrar breytingar á liði heimamanna.
Darwin Nunez, sem lagði upp sigurmarkið í 1-0 sigrinum á Paris Saint-Germain í 16-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu, fær tækifærið í byrjunarliðinu og þá er Kostas Tsimikas í vinstri bakverðinum.
Curtis Jones kemur einnig inn á miðsvæðið. Á meðan eru sex breytingar gerðar á liði Southampton sem tapaði fyrir Chelsea, 4-0, í síðustu umferð.
Eddie Nketiah byrjar fremstur hjá Crystal Palace sem tekur á móti Ipswich Town. Jean-Philippe Mateta meiddist illa á höfði í bikarleiknum gegn Millwall og er því ekki með. Kalvin Phillips og Julio Enciso byrja hjá Ipswich.
Fabian Hürzeler gerir tvær breytingar á liði Brighton sem mætir Fulham. Jack Hinselwood og Yasin Ayari koma inn fyrir Tariq Lamptey og Diego Gomez, en Marco Silva gerir fimm breytingar á liði Fulham.
Antonee Robinson, Calvin Bassey, Alex Iwobi, Emile Smith Rowe og Raul Jimenez koma allir inn.
Liverpool: Alisson, Alexander-Arnold, Konate, Van Dijk, Tsimikas, Gravenberch, Jones, Salah, Szoboszlai, Diaz, Nunez.
Southampton: Ramsdale, Manning, Harwood-Bellis, Bednarek, Ugochukwu, Walker-Peters, Gronbaek, Smallbone, Fernandes, Sulemana, Dibling.
Palace: Henderson, Munoz, Richards, Lacroix, Guehi, Mitchell, Wharton, Lerma, Eze, Sarr, Nketiah
Ipswich: Palmer, Cajuste, Woolfenden, Greaves, O'Shea, Davis, Phillips, Clarke, Enciso, Philogene, Delap
Brighton: Verbruggen, Webster, Hinshelwood, Van Hecke, Estupinan, Baleba, Ayari, Minteh, Rutter, Mitoma, Pedro.
Fulham: Leno, Diop, Andersen, Bassey, Robinson, Castagne, Berge, Iwobi, Smith Rowe, Pereira, Jimenez.
Athugasemdir