Tveir leikir fara fram í 28. umferð ensku úrvalsdeildarinnar klukkan 14:00 í dag.
Enzo Maresca og lærisveinar hans í Chelsea taka á móti nýliðum Leicester á Stamford Bridge.
Maresca er að mæta sínum gömlu lærisveinum en hann var við stjórnvölinn er Leicester kom sér upp í úrvalsdeildina í lok síðustu leiktíðar.
Wesley Fofana, sem hefur verið frá vegna meiðsla síðustu þrjá mánuði, er í byrjunarliði Chelsea. Robert Sanchez kemur þá aftur í markið í stað Filip Jörgensen.
Ruud van Nistelrooy, stjóri Leicester, reynir þá að finna leiðir til að ná í sigur í deildinni. Liðið hefur ekki unnið leik í tæpa tvo mánuði, en hann gerir þrjár breytingar. Conor Coady, Patson Daka og Luke Thomas koma allir inn.
Chelsea: Sanchez, Cucurella, Adarabioyo, Colwill, Fofana, Fernandez, Caicedo, Neto, Sancho, Palmer, Nkunku.
Leicester: Hermansen, Justin, Faes, Coady, Ndidi, El Khannouss, Kristiansen, Daka, Soumare, Thomas, Vardy.
Tottenham tekur þá á móti Bournemouth í Lundúnum en góðu fréttirnar fyrir Tottenham eru þær að enski framherjinn Dominic Solanke er klár í slaginn eftir að hafa meiðst gegn AZ Alkmaar í Evrópudeildinni á dögunum.
Argentínski miðvörðurinn Cristian Romero byrjar þá sinn fyrsta deildarleik í rúma þrjá mánuði. Micky van de Ven, sem hefur verið svipað lengi frá og Romero, er á bekknum.
Pape Sarr, Djed Spence og Yves Bissouma koma einnig inn í lið Tottenham í dag en aðeins tvær breytingar eru á liði Bournemouth. Evanilson byrjar sinn fyrsta leik síðan í janúar og þá kemur Marcus Tavernier í stað David Brooks.
Tottenham: Vicario, Danso, Porro, Spence, Romero, Bissouma, Sarr, Bentancur, Odobert, Johnson, Solanke.
Bournemouth: Kepa, Huijsen, Kerkez, Cook, Christie, Hill, Tavernier, Adams, Kluivert, Semenyo, Evanilson.
Athugasemdir