Mateta kostar 40 milljónir punda - Liverpool og Man Utd vilaj Robinson - Douglas Luiz aftur í ensku úrvalsdeildina?
   sun 09. mars 2025 09:30
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Fyrsta sinn frá 2007 sem allir þýsku risarnir tapa sama dag
Leikmenn Bayern niðurlútir
Leikmenn Bayern niðurlútir
Mynd: EPA
Bayer Leverkusen, Bayern München og Borussia Dortmund töpuðu öll óvænt á heimavelli í 25. umferð þýsku deildarinnar í gær.

Bayern komst tveimur mörkum yfir gegn fallbaráttuliði Bochum en missti forystuna niður og tapaði á endanum 3-2.

Werder Bremen hafði tapað fjórum leikjum í röð þegar liðið heimsótti Leverkusen í gær og vann 2-0. Þá tapaði Dortmund gegn Augsburg en Dortmund hafði unnið tvo leiki í röð áður en það kom að leiknum í gær.

Leverkusen er ríkjandi meistari en Bayern og Dortmund hafa barist um titilinn í fjölda ára. Þetta er í fyrsta sinn frá tímabilinu 2006-2007 þar sem liðin tapa öll sama daginn en það gerðist í í byrjun febrúar árið 2007 í 20. umferð.

Stuttgart stóð uppi sem sigurvegari það tímabilið en Bayern hafnaði í fjórða sæti, Leverkusen í 5. sæti og Dortmund í 9. sæti.
Athugasemdir
banner
banner