
Powerade-slúðurpakki dagsins er áhugaverður en Trent Alexander-Arnold, Alexander Isak og Kobbie Mainoo koma allir fyrir í slúðrinu.
Real Madrid er reiðubúið að kaupa Trent Alexander-Arnold (26) frá Liverpool fyrir HM félagsliða í júní, Samningur hans rennur út í lok júní (Sun)
Arsenal leiðir kapphlaupið um slóvenska framherjann Benjamin Sesko (21), sem er á mála hjá RB Leipzig, en Tottenahm vill einnig fá leikmanninn. (Football Insider)
Sænski framherjinn Viktor Gyökeres (26) hefur lýst yfir því að hann vilji yfirgefa Sporting Lisbon í sumar. (Record)
Liverpool og Arsenal gætu haft efni á því að fá sænska framherjann Alexander Isak (25) frá Newcastle í sumar án þess að brjóta fjárhagsreglur ensku úrvalsdeildarinnar. Newcastle verðmetur Isak á 150 milljónir punda. (Football Insider)
Liverpool ætlar að fá ungverska vinstri bakvörðinn Milos Kerkez (21) frá Bournemouth í sumar, en Real Madrid er einnig að skoða það að fá hann. (Teamtalk)
Enski miðjumaðurinn Kobbie Mainoo (19) er tilbúinn að hafna samningstilboði Manchester United og halda utan landsteinanna, en félagið er reiðubúið að selja hann fyrir um 70 milljónir punda. (Guardian)
Harry Kane gæti snúið aftur í ensku úrvalsdeildina í sumar, en Bayern München er að íhuga að leyfa enska framherjanum, sem er 31 árs gamall, að fara ef félög mæta 67 milljóna punda riftunarákvæði leikmannsins. (Sun)
Newcastle gæti keypt Samu Agehowa (20), leikmann Porto og spænska landsliðsins fyrir lægri upphæð en riftunarákvæði hans segir til um. Hann er með 82,5 milljóna punda klásúlu i samningi sínum, en Arsenal, Aston Villa og West Ham eru einnig sögð vera að fylgjast með stöðu hans. (Football Insider)
Liverpool hefur áhuga á Angelo Stiller (23), miðjumanni Stuttgart og þýska landsliðsins. (Bild)
Manchester United er að vinna í því að losa sig við brasilíska miðjumanninn Casemiro (33), sem vill fá stærra hlutverk en því sem hann gegnir í dag. (Teamtalk)
Kanadíski framherjinn Jonathan David (25) vill komast í ensku úrvalsdeildina í sumar er samningur hans hjá Lille rennur út, en Manchester United, Tottenham, Chelsea og Newcastle eru öll áhugasöm. (Caught Offside)
Juventus er að íhuga að leggja fram tilboð í Ederson (25), Ademola Lookman (26) og Mateo Retegui (25), leikmenn Atalanta á Ítalíu. (La Gazzetta dello Sport)
Manchester City hefur samþykkt að greiða skoska félaginu Hibernian 235 þúsund pund fyri Ben Vickery, fimmtán ára markvörð félagsins. (MEN)
Athugasemdir