Andrea Berta hefur náð samkomulagi við Arsenal um að taka við stöðu yfirmanns fótboltamála hjá félaginu.
Berta varð laus allra mála frá Atletico Madrid í janúar en hann hafði starfað hjá spænska félaginu í rúman áratug.
Berta varð laus allra mála frá Atletico Madrid í janúar en hann hafði starfað hjá spænska félaginu í rúman áratug.
Hann var einn af mörgum sem Arsenal hafði í huga en félagið grandskoðaði möguleikana eftir að Edu Gaspar sagði upp hjá Arsenal í nóvember.
Þessu var stýrt af Richard Garlick, framkvæmdastjóra félagsins, og Tim Lewis, varaformanni, með Josh Kroenke sem tók þátt í gegnum ferlið fyrir hönd eignarhaldsins og einnig kom Mikel Arteta að þessu.
Arsenal var efst á blaði hjá Berta en það voru mörg önnur tækifæri á borðinu hjá honum.
Athugasemdir