Mateta kostar 40 milljónir punda - Liverpool og Man Utd vilaj Robinson - Douglas Luiz aftur í ensku úrvalsdeildina?
   sun 09. mars 2025 08:00
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Berta búinn að ná samkomulagi við Arsenal
Andrea Berta hér til vinstri
Andrea Berta hér til vinstri
Mynd: EPA
Andrea Berta hefur náð samkomulagi við Arsenal um að taka við stöðu yfirmanns fótboltamála hjá félaginu.

Berta varð laus allra mála frá Atletico Madrid í janúar en hann hafði starfað hjá spænska félaginu í rúman áratug.

Hann var einn af mörgum sem Arsenal hafði í huga en félagið grandskoðaði möguleikana eftir að Edu Gaspar sagði upp hjá Arsenal í nóvember.

Þessu var stýrt af Richard Garlick, framkvæmdastjóra félagsins, og Tim Lewis, varaformanni, með Josh Kroenke sem tók þátt í gegnum ferlið fyrir hönd eignarhaldsins og einnig kom Mikel Arteta að þessu.

Arsenal var efst á blaði hjá Berta en það voru mörg önnur tækifæri á borðinu hjá honum.
Athugasemdir
banner
banner
banner