Mateta kostar 40 milljónir punda - Liverpool og Man Utd vilaj Robinson - Douglas Luiz aftur í ensku úrvalsdeildina?
   lau 08. mars 2025 12:00
Brynjar Ingi Erluson
Sjáðu flotta afgreiðslu Ronaldo - 74 mörkum frá markmiðinu
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Cristiano Ronaldo skoraði 926. mark sitt á ferlinum er Al Nassr gerði 2-2 jafntefli við Al Shabab í sádi-arabísku deildinni í gær.

Ronaldo, sem varð fertugur í síðasta mánuði, skoraði með þrumuskoti efst í nærhornið í leiknum.

Aðstoðardómarinn flaggaði rangstöðu á Ronaldo en VAR sagði markið löglegt, Ronaldo til mikillar hamingju.

Eins og áður kom fram er hann nú kominn með 926 mörk á ferlinum og er því 74 mörkum frá þúsundasta markinu.

Ronaldo sagði í viðtali á dögunum að hann sé ekki pæla í þeim merka áfanga að skora þúsund mörk, en miðað við skriðið sem hann er á virðist það vera raunhæft markmið að ná því afreki í lok árs 2026.


Athugasemdir
banner
banner