Cristiano Ronaldo skoraði 926. mark sitt á ferlinum er Al Nassr gerði 2-2 jafntefli við Al Shabab í sádi-arabísku deildinni í gær.
Ronaldo, sem varð fertugur í síðasta mánuði, skoraði með þrumuskoti efst í nærhornið í leiknum.
Aðstoðardómarinn flaggaði rangstöðu á Ronaldo en VAR sagði markið löglegt, Ronaldo til mikillar hamingju.
Eins og áður kom fram er hann nú kominn með 926 mörk á ferlinum og er því 74 mörkum frá þúsundasta markinu.
Ronaldo sagði í viðtali á dögunum að hann sé ekki pæla í þeim merka áfanga að skora þúsund mörk, en miðað við skriðið sem hann er á virðist það vera raunhæft markmið að ná því afreki í lok árs 2026.
CRISTIANO RONALDO WHAT A GOAL !
— Janty (@CFC_Janty) March 7, 2025
HE GIVES AL NASSR THE LEAD
pic.twitter.com/OnLiD4bAPG
Athugasemdir