Mateta kostar 40 milljónir punda - Liverpool og Man Utd vilaj Robinson - Douglas Luiz aftur í ensku úrvalsdeildina?
banner
   lau 08. mars 2025 09:30
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Vicario svarar stuðningsmönnum - „Biðst afsökunar ef ég móðgaði einhvern"
Mynd: EPA
Guglielmo Vicario, markvörður Tottenham, hefur fengið mikla gagnrýni frá stuðningsmönnum félagsins eftir viðbrögðin hans eftir tap liðsins gegn PSV í fyrri leik liðanna í Evrópudeildinni á fimmtudaignn.

Vicario lyfti upp höndum eins og hann væri að biðja um stuðning en þessi viðbrögð fóru öfugt ofan í stuðningsmenn sem hafa gagnrýnt ítalska markmanninn.

Hann sendi þeim skilaboð á Instagram í kjölfarið.

„Við erum enn í mjög góðum séns, við byrjum á sunnudaginn að sanna okkur og undirbúum okkur sem best fyrir seinni slaginn á fimmtudaginn," skrifaði Vicario.

„Ég biðst afsökunar ef ég móðgaði einhvern. Viðbrögðin hjá manni eftir leiki geta verið misskilin en ég fullvissa ykkur um að ég er skuldbinding mín á þessu félagi og ykkur stuðningsmönnunum okkar, vex með hverjum deginum," skrifaði Vicario.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner