Guglielmo Vicario, markvörður Tottenham, hefur fengið mikla gagnrýni frá stuðningsmönnum félagsins eftir viðbrögðin hans eftir tap liðsins gegn PSV í fyrri leik liðanna í Evrópudeildinni á fimmtudaignn.
Vicario lyfti upp höndum eins og hann væri að biðja um stuðning en þessi viðbrögð fóru öfugt ofan í stuðningsmenn sem hafa gagnrýnt ítalska markmanninn.
Hann sendi þeim skilaboð á Instagram í kjölfarið.
„Við erum enn í mjög góðum séns, við byrjum á sunnudaginn að sanna okkur og undirbúum okkur sem best fyrir seinni slaginn á fimmtudaginn," skrifaði Vicario.
„Ég biðst afsökunar ef ég móðgaði einhvern. Viðbrögðin hjá manni eftir leiki geta verið misskilin en ég fullvissa ykkur um að ég er skuldbinding mín á þessu félagi og ykkur stuðningsmönnunum okkar, vex með hverjum deginum," skrifaði Vicario.
Athugasemdir