Mateta kostar 40 milljónir punda - Liverpool og Man Utd vilaj Robinson - Douglas Luiz aftur í ensku úrvalsdeildina?
   lau 08. mars 2025 19:00
Aksentije Milisic
„Strákarnir sögðu mér það eftir upphitunina, svo fór ég út á völl og varð orðlaus”
Magnaðir.
Magnaðir.
Mynd: EPA
Mynd: EPA

AS Roma og Athletic Bilbao mættust í 16-liða úrslitum Evrópudeildarinnar á fimmtudaginn síðasta en Rómverjar unnu leikinn með marki sem reyndist síðasta spyrna leiksins.


Andrúmsloftið var gjörsamlega rafmagnað á Stadio Olimpico langt fyrir leik og á meðan leik stóð. Uppselt var á leikinn og móttökurnar sem leikmenn og þjálfarar fengu voru engu líkar. Claudio Ranieri, hinn reynslumikli þjálfari Roma, varð orðlaus þegar hann labbaði út á völl fyrir leik.

„Ég vil þakka stuðningsmönnum okkar fyrir þessa stemningu og móttökur. Ég fékk gæsahúð við að sjá alla þessa fána,” sagði Ítalinn.

„Strákarnir sögðu mér þetta eftir upphitunina, að andrúmsloftið væri rafmagnað og að það væri hver einasti stuðningsmaður með fána syngjandi. Ég fór svo út á völl og ég varð orðlaus.”

Inaki Williams kom gestunum yfir með marki í síðari hálfleiknum en Roma svaraði með mörkum frá Angelino og Eldor Shomurodov. Rómverjar fara því með eins marks forystu í síðari leikinn á Spáni sem verður á fimmtudaginn kemur.

Ranieri hefur gert frábæra hluti eftir að hann tók við liðinu seint á síðasta ári af Ivan Juric en liðið var þá í tómu tjóni í fallbaráttu ítölsku deildarinnar. Á þessu ári er Roma heitasta lið deildarinnar undir Ranieri en liðið hefur fengið 23 stig og er með markatöluna í plús tólf. Á eftir Roma kemur Juventus með 20 stig og Inter Milan með 18. Skyndilega er Roma komið í baráttu um Evrópusætin en fátt stefndi í það í byrjun tímabils.

Hér fyrir neðan má sjá myndbönd af leiknum en þau hafa farið eins og eldur um sinu á netinu. Þetta er ekki einsdæmi hjá stuðningsmönnum Roma en þeir eru gríðarlega ástríðufullir. 

Þjálfari Athletic Bilbao, Ernesto Valverde, sagðist varla hafa séð annað eins. Hann sagðist vera sáttur ef hann fengið 50% af þessum stuðning í heimaleiknum í næstu viku.






Athugasemdir
banner
banner
banner