Mateta kostar 40 milljónir punda - Liverpool og Man Utd vilaj Robinson - Douglas Luiz aftur í ensku úrvalsdeildina?
   lau 08. mars 2025 16:47
Brynjar Ingi Erluson
Þýskaland: Stórliðin töpuðu óvænt á heimavelli
Joao Palhinha sá rautt í tapi Bayern
Joao Palhinha sá rautt í tapi Bayern
Mynd: EPA
Leverkusen tapaði fyrir Bremen
Leverkusen tapaði fyrir Bremen
Mynd: EPA
Bayer Leverkusen, Bayern München og Borussia Dortmund töpuðu öll óvænt á heimavelli í 25. umferð þýsku deildarinnar í dag.

Topplið Bayern tapaði fyrir Bochum, 3-2, á Allianz-leikvanginum í München.

Raphael Guerreiro kom Bayern í tveggja marka forystu á fyrsta hálftímanum og yfirleitt þegar Bayern kemst í slíka forystu þá er sigur formsatriði — en ekki í dag.

Jakov Medic minnkaði muninn á 31. mínútu og það versnaði fyrir Bayern þegar portúgalski miðjumaðurinn Joao Palhinha fékk að líta rauða spjaldið undir lok hálfleiksins.

Bochum nýtti sér liðsmuninn og stal sigrinum í síðari hálfleiknum, en Ibrahima Sissoko jafnaði strax í byrjun hálfleiksins og þá gerði Matus Bero sigurmarkið þegar tuttugu mínútur voru til leiksloka.

Óvænt tap Bayern en liðið slapp hins vegar með skrekkinn því þeirra helsti keppinautur í titilbaráttunni, Bayer Leverkusen, tapaði líka óvænt.

Leverkusen laut í lægra haldi fyrir Werder Bremen, 2-0, á Bay-Arena.

Romano Schmid skoraði fyrir Bremen í fyrri hálfleiknum og þá gekk Justin Nijnmah endanlega frá meisturunum með marki seint í uppbótartíma.

Leverkusen missti þarna af gullnu tækifæri til að saxa á forystu í Bayern en staðan er nú þannig að Bayern er áfram með 61 stig í efsta sæti en Leverkusen átta stigum á eftir í öðru sætinu.

Borussia Dortmund, sem hefur verið eitt besta lið Þýskalands síðustu ár, tapaði líka á heimavelli, en það beið lægri hlut fyrir Augsburg. Jeffrey Gouweleeuw skoraði markið eftir rúmar tuttugu mínútur.

Dortmund hefur verið í miklu veseni á þessu tímabili en það er í 10. sæti með aðeins 35 stig.

Bayer 0 - 2 Werder
0-1 Romano Schmid ('7 )
0-2 Justin Njinmah ('90 )

Bayern 2 - 3 Bochum
1-0 Raphael Guerreiro ('14 )
1-0 Serge Gnabry ('22 , Misnotað víti)
2-0 Raphael Guerreiro ('28 )
2-1 Jakov Medic ('31 )
2-2 Ibrahima Sissoko ('51 )
2-3 Matus Bero ('71 )
Rautt spjald: Joao Palhinha, Bayern ('43)

Borussia D. 0 - 1 Augsburg
0-1 Jeffrey Gouweleeuw ('23 )

Wolfsburg 1 - 1 St. Pauli
0-1 Siebe Van Der Heyden ('38 )
1-1 Mohamed Amoura ('70 , víti)

Holstein Kiel 2 - 2 Stuttgart
0-1 Jamie Leweling ('15 )
1-1 Steven Skrzybski ('30 )
2-1 Steven Skrzybski ('46 )
2-2 Ermedin Demirovic ('55 )
Rautt spjald: Leonidas Stergiou, Stuttgart ('53)
Stöðutaflan Þýskaland Bundesliga - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Bayern 25 19 4 2 74 23 +51 61
2 Leverkusen 25 15 8 2 55 30 +25 53
3 Mainz 25 13 5 7 42 26 +16 44
4 Eintracht Frankfurt 24 12 6 6 50 37 +13 42
5 Freiburg 25 12 5 8 34 36 -2 41
6 RB Leipzig 25 10 9 6 39 33 +6 39
7 Wolfsburg 25 10 8 7 49 39 +10 38
8 Stuttgart 25 10 7 8 44 39 +5 37
9 Gladbach 25 11 4 10 39 38 +1 37
10 Dortmund 25 10 5 10 45 39 +6 35
11 Augsburg 25 9 8 8 28 35 -7 35
12 Werder 25 9 6 10 38 49 -11 33
13 Hoffenheim 24 6 7 11 31 46 -15 25
14 Union Berlin 24 6 5 13 20 37 -17 23
15 St. Pauli 25 6 4 15 19 30 -11 22
16 Bochum 25 5 5 15 26 49 -23 20
17 Holstein Kiel 25 4 5 16 37 61 -24 17
18 Heidenheim 24 4 3 17 27 50 -23 15
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner