Liverpool vann Southampton í dag en liðið var langt frá sínu besta.
Liðið lenti undir í fyrri hálfleik en Darwin Nunez jafnaði metin og tvö mörk frá Mohamed Salah úr vítaspyrnum tryggði liðinu sigurinn. Arne Slot var í banni og sá leikinn úr stúkunni.
Liðið lenti undir í fyrri hálfleik en Darwin Nunez jafnaði metin og tvö mörk frá Mohamed Salah úr vítaspyrnum tryggði liðinu sigurinn. Arne Slot var í banni og sá leikinn úr stúkunni.
„Ég get sagt þér að ég hrósaði þeim ekki í hálfleik. Þegar þú horfir á leiki upp í stúku hugsar þú: 'Kannski get ég spilað þennan leik'. En þegar þú ert á hliðarlínunni sérðu að það er meiri hraði. Ég hafði ekki rangt fyrir mér í þetta sinn að segja að orkustigið var alltof lágt," sagði Slot.
PSG yfirspilaði Liverpool í Meistaradeildinni í vikunni en Liverpool nældi í sigur undir lokin. Seinni leikur liðanna fer fram á Anfield í næstu viku.
„Við þurfum að taka eitt skref upp á við hvað varðar ákefð miðað við leikinn á móti PSG en miðað við leikinn í dag þurfum við að taka allt að sjö skref til að eiga einhverja möguleika á að komast áfram í Meistaradeildinni," sagði Slot.
Athugasemdir