Íslenska kvennalandsliðið skipað leikmönnum 17 ára og yngri töpuðu fyrsta leiknum í seinni umferð undankeppni EM 2025.
Liðið mætti Belgíu á Pinatar á Spáni. Rebekka Sif Brynjarsdóttir kom Íslandi yfir en Belgar jöfnuðu þremur mínútum síðar.
Belgar héldu áfram og komust yfir áður en flautað var til loka fyrri hálfleiks. Liðið bætti síðan þriðja markinu við þegar stundafjórðungur var til loka venjulegs leiktíma.
Thelma Karen Pálmadóttir klóraði í bakkann fyrir Ísland undir lokin.
Næsti leikur liðsins er gegn Spáni á þriðjudaginn klukkan 11 og liðið mætir síðan Úkraínu á föstudaginn. Efsta lið hvers milliriðils fer í úrslitakeppnina, sem leikin verður í Færeyjum 4.-17. maí næstkomandi.
Athugasemdir