Mateta kostar 40 milljónir punda - Liverpool og Man Utd vilaj Robinson - Douglas Luiz aftur í ensku úrvalsdeildina?
   sun 09. mars 2025 07:30
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Moyes mætir sínum gömlu félögum - „Hræðilegur leikur"
Moyes með Sambandsdeildarbikarinn
Moyes með Sambandsdeildarbikarinn
Mynd: EPA
Everton er ósigrað í átta leikjum í röð síðan David Moyes tók við liðinu eftir 1-1 jafntefli gegn Wolves í gær.

Næsti leikur Everton er gegn West Ham en Moyes þekkir vel til þar. Hann stýrði Lundúnaliðinu frá 2017-2018 og aftur 2019-2024. West Ham vann Sambandsdeildina árið 2023 undir hans stjórn.

Það eru blendnar tilfinningar fyrir Moyes að mæta West Ham.

„Þetta er hræðilegur leikur því ég hef mikið af frábærum minningum af fólki þaðan. Ég er líka mjög náinn leikmönnunum. Við gerðum góða hluti í gegnum árin, það verður erfitt að spila gegn þeim. Það eru forréttindi að mæta góðum mönnum og góðu starfsfólki. Ég hlakka til að hitta þá," sagði Moyes.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner