Mateta kostar 40 milljónir punda - Liverpool og Man Utd vilaj Robinson - Douglas Luiz aftur í ensku úrvalsdeildina?
   sun 09. mars 2025 15:33
Brynjar Ingi Erluson
Byrjunarlið Man Utd og Arsenal: Höjlund og Martinelli á bekknum - Lindelöf í vörninni
Gabriel Martinelli er kominn til baka úr meiðslum
Gabriel Martinelli er kominn til baka úr meiðslum
Mynd: EPA
Manchester United og Arsenal mætast í stórleik helgarinnar í ensku úrvalsdeildinni klukkan 16:30 í dag en leikurinn er spilaður á Old Trafford í Manchester-borg.

United-liðið er að eiga eitt versta tímabil í sögu félagsins en liðið er í 15. sæti á meðan Arsenal er í öðru sæti.

Arsenal má ekki við að tapa fleiri stigum ef liðið ætlar að eiga einhvern möguleika á að veita Liverpool samkeppni í titilbaráttunni.

Mikil meiðsli herja á lið United en þeir Christian Eriksen og Victor Lindelöf eru báðir í byrjunarliðinu. Harry Maguire, Manuel Ugarte, Amad Diallo, Kobbie Mainoo eru meiddir og þá er Patrick Dorgu að taka út leikbann.

Rasmus Höjlund er á bekknum en hann hefur átt í mesta basli með að skora á þessu tímabili og fær væntanlega mínútur inn af bekknum.

Það eru góðar fréttir úr herbúðum Arsenal en brasilíski vængmaðurinn Gabriel Martinelli er mættur aftur úr meiðslum og tekur sér sæti á bekknum. Annars er ekkert óvænt í liðsvali Mikel Arteta

Man Utd: Onana, Mazraoui, Lindelöf, De Ligt, Yoro, Dalot, Casemiro, Eriksen, Fernandes, Zirkzee, Garnacho.

Arsenal: Raya, Timber, Saliba, Gabriel, Calafiori, Partey, Rice, Ödegaard, Nwaneri, Trossard, Merino.
Athugasemdir
banner
banner
banner