Það er kvöldleikur í ensku úrvalsdeildinni í kvöld þar sem Wolves fær Everton í heimsókn.
Jose Sá var hvíldur þegar Wolves féll úr leik í enska bikarnum gegn Bournemouth um síðustu helgi. Hann snýr aftur ásamt varnarmanninum Emmanuel Agbadou sem kemur beint í byrjunarliðið eftir að hafa misst af síðustu þremur leikjum vegna meiðsla.
Matheus Cunha, þeirra besti maður á tímabilinu er í banni eftir að hafa verið rekinn af velli gegn Bournemouth.
Það eru meiðslavandræði í herbúðum Everton en Abdoulaye Doucoure snýr aftur í liðið eftir að hafa misst af síðasta leik gegn Brentford þar sem hann er nýbakaður faðir.
Wolves: Sa, Semedo, Doherty, Agbadou, Toti, Ait-Nouri, Andre, J.Gomes, Munetsi, Bellegarde, Larsen.
Varamenn: Johnstone, Bueno, Hwang, R Gomes, Doyle, Sarabia, Guedes, Djiga, Lima
Everton: Pickford; O'Brien, Tarkowski, Branthwaite, Mykolenko; Gueye, Garner; Lindstrom, Alcaraz, Harrison; Beto
Varamenn: Virginia, Begovic, Patterson, Coleman, Keane, Chermiti, Young, Alcaraz, Iroegbunam
Athugasemdir