Mateta kostar 40 milljónir punda - Liverpool og Man Utd vilaj Robinson - Douglas Luiz aftur í ensku úrvalsdeildina?
   lau 08. mars 2025 13:00
Brynjar Ingi Erluson
Stefna ekki lengur að því að vinna deildina fyrir 2028
Mynd: EPA
Stefna Sir Jim Ratcliffe, hluteiganda í Manchester United, er ekki lengur að vinna deildina fyrir 2028. Þetta kemur fram í grein Mirror í dag.

United-liðið hefur ekki unnið deildina síðan 2013 sem var síðasta tímabil Sir Alex Ferguson.

Síðasti áratugur hefur verið United erfiður og er tímabilið í ár eitt það versta í manna minnum.

Omar Berrada, framkvæmdastjóri United, sagði fyrir nokkrum mánuðum það vera markmið Sir Jim Ratcliffe, hluteiganda United, að félagið næði að vinna ensku úrvalsdeildina fyrir 2028 en þá verða liðin 150 ár frá stofnun félagsins.

Mirror segir þau plön vera komin út um gluggann og að Ratcliffe hafi áttað sig á því að vandamál félagsins væru töluvert stærri en hann hafði gert sér í hugarlund og miðað við hvernig málin eru að þróast sé ekki hægt að búast við því að félagið verði meistari í bráð.

Hann hefur unnið að því að skera niður kostnað í kringum rekstur klúbbsins og eru úrslitin á vellinum svo sannarlega ekki að hjálpa en United er í 14. sæti ensku úrvalsdeildarinnar og virðist nú eini möguleiki liðsins á komast í Meistaradeild vera að vinna Evrópudeildina í ár.

Ruben Amorim tók við United í nóvember eftir að Erik ten Hag var rekinn. Á þessum fimm mánuðum sem hann hefur verið í starfi hefur liðið aðeins unnið fimm deildarleiki.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner