Mateta kostar 40 milljónir punda - Liverpool og Man Utd vilaj Robinson - Douglas Luiz aftur í ensku úrvalsdeildina?
   sun 09. mars 2025 22:24
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Spánn: Tap hjá Real Sociedad - Markaþurrð hjá Orra Steini
Mynd: EPA
Real Sociedad 0 - 1 Sevilla
0-1 Chidera Ejuke ('46 )

Orri Steinn Óskarsson var í byrjunarliði Real Sociedad þegar liðið tapaði öðrum leiknum í röð í spænsku deildinni.

Orri fékk gott tækifæri til að skora þegar Jose Angel Carmona, bakvörður Sevilla, sendi á hann en skotið hans fór framhjá markinu.

Sevilla komst yfir strax í upphafi seiinni hálfleiks þegar Chidera Ejuke átti hnitmiðað skot í fjærhornið við vítateigslínuna.

Real Sociedad komst lítið áleiðis í seinni hálfleik og Orra gekk illa að koamst í takt við leikinn. Hann hefur ekki skorað í fimm leikjum í röð.

1-0 sigur Sevilla staðreynd. Sevilla skaust upp fyrir Soceidad í 10. sæti deildarinnar með 36 stig en Sociedad er í 11. sæti með 34 stig.

Næsti leikur Sociedad er seinni leikurinn gegn Man Utd á Old Trafford í Evrópudeildinni en liðin gerðu 1-1 jafntefli á Spáni.
Stöðutaflan Spánn La Liga - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Real Madrid 27 17 6 4 57 26 +31 57
2 Barcelona 26 18 3 5 71 25 +46 57
3 Atletico Madrid 27 16 8 3 44 18 +26 56
4 Athletic 27 13 10 4 45 24 +21 49
5 Villarreal 26 12 8 6 48 36 +12 44
6 Betis 27 11 8 8 35 33 +2 41
7 Mallorca 27 10 7 10 26 33 -7 37
8 Vallecano 27 9 9 9 29 29 0 36
9 Sevilla 27 9 9 9 32 36 -4 36
10 Celta 27 10 6 11 40 41 -1 36
11 Real Sociedad 27 10 4 13 23 28 -5 34
12 Osasuna 26 7 12 7 32 37 -5 33
13 Getafe 27 8 9 10 23 22 +1 33
14 Girona 26 9 5 12 34 39 -5 32
15 Valencia 27 6 9 12 30 45 -15 27
16 Leganes 27 6 9 12 24 40 -16 27
17 Espanyol 25 7 6 12 24 36 -12 27
18 Alaves 27 6 8 13 30 40 -10 26
19 Las Palmas 27 6 6 15 30 45 -15 24
20 Valladolid 27 4 4 19 18 62 -44 16
Athugasemdir
banner
banner
banner