Mateta kostar 40 milljónir punda - Liverpool og Man Utd vilaj Robinson - Douglas Luiz aftur í ensku úrvalsdeildina?
   sun 09. mars 2025 13:12
Brynjar Ingi Erluson
Fyrsta mark Rúnars kom í tapi í Íslendingaslag
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Keflvíkingurinn Rúnar Þór Sigurgeirsson reimaði á sig markaskóna er Willem II tapaði fyrir Utrecht, 3-2, í Íslendingaslag í hollensku úrvalsdeildinni í hádeginu.

Rúnar Þór er fastamaður í liði Willem II sem er í erfiðri fallbaráttu sem stendur.

Hann og félagar hans í liðinu fóru inn í hálfleikinn með eins marks forystu, en Utrecht tókst að snúa við taflinu í þeim síðari með mörkum frá Sebastien Haller og Noah Ohio.

Sjö mínútum fyrir leikslok skoraði Rúnar fyrsta mark sitt í úrvalsdeildinni er hann fékk boltann vinstra megin í teignum og átti skot sem markvörðurinn varði í netið.

Willem II fékk skell tveimur mínútum síðar er Adrien Blake gerði sigurmark Utrecht og þar við sat. Svekkjandi tap hjá liði Rúnars sem er í 16. sæti með 24 stig þegar níu umferðir eru eftir.

Kolbeinn Birgir Finnsson var á bekknum hjá Utrecht í dag en kom ekki við sögu. Utrecht er í 3. sæti með 49 stig og á enn raunhæfan möguleika á að komast í Meistaradeild Evrópu.


Athugasemdir
banner
banner
banner