Mateta kostar 40 milljónir punda - Liverpool og Man Utd vilaj Robinson - Douglas Luiz aftur í ensku úrvalsdeildina?
   sun 09. mars 2025 21:51
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Ítalía: Lookman innsiglaði stórsigur Atalanta gegn Juventus
Ademola Lookman
Ademola Lookman
Mynd: EPA
Juventus 0 - 4 Atalanta
0-1 Mateo Retegui ('29 , víti)
0-2 Marten de Roon ('46 )
0-3 Davide Zappacosta ('66 )
0-4 Ademola Lookman ('77 )

Atalanta valtaði yfir Juventus á útivelli í ítölsku deildinni í kvöld. Juventus var mun meira með boltann en Atalanta beitti stórhættulegum skyndisóknum.

Mateo Retegui kom Atalanta yfir með marki úr vítaspyrnu sem var dæmd eftir að Weston McKennie fékk boltann í höndina inn í teignum.

Marten de Roon komst inn í sendingu Lloyd Kelly strax í upphafi seinni hálfleiks. Hann fór upp völlinn og boltinn fór að lokum til Ademola Lookman sem átti skot sem var varið, boltinn endaði hjá De Roon sem bætti öðru markinu við.

Davide Zappacosta bætti síðan þriðja markinu við eftir frábært samspil við Sead Kolasinac. Það var síðan Lookman sem negldi síðasta naglann í kistu Juventus eftir hraða skyndisókn eftir að Juventus missti boltann á miðjunni.

Atalanta er í 3. sæti með 58 stig, sex stigum á undan Juventus sem er í 4. sæti.
Stöðutaflan Ítalía Serie A - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Inter 28 18 7 3 63 27 +36 61
2 Napoli 28 18 6 4 45 23 +22 60
3 Atalanta 28 17 7 4 63 26 +37 58
4 Juventus 28 13 13 2 45 25 +20 52
5 Lazio 27 15 5 7 49 35 +14 50
6 Bologna 28 13 11 4 44 34 +10 50
7 Roma 28 13 7 8 43 30 +13 46
8 Fiorentina 28 13 6 9 43 30 +13 45
9 Milan 28 12 8 8 42 32 +10 44
10 Udinese 27 11 6 10 34 37 -3 39
11 Torino 28 8 11 9 33 34 -1 35
12 Genoa 28 7 11 10 26 36 -10 32
13 Como 28 7 8 13 34 44 -10 29
14 Cagliari 28 6 8 14 28 43 -15 26
15 Verona 28 8 2 18 28 58 -30 26
16 Lecce 28 6 7 15 20 46 -26 25
17 Parma 28 5 9 14 34 48 -14 24
18 Empoli 28 4 10 14 23 45 -22 22
19 Venezia 28 3 10 15 23 42 -19 19
20 Monza 28 2 8 18 23 48 -25 14
Athugasemdir
banner
banner