Mateta kostar 40 milljónir punda - Liverpool og Man Utd vilaj Robinson - Douglas Luiz aftur í ensku úrvalsdeildina?
   lau 08. mars 2025 14:30
Brynjar Ingi Erluson
England: Hudson-Odoi sá um Englandsmeistarana
Úr leiknum í dag
Úr leiknum í dag
Mynd: EPA
Callum Hudson-Odoi skoraði sigurmarkið undir lokin
Callum Hudson-Odoi skoraði sigurmarkið undir lokin
Mynd: EPA
Nott. Forest 1 - 0 Manchester City
1-0 Callum Hudson-Odoi ('83 )

Nottingham Forest marði 1-0 sigur á Englandsmeisturum Manchester City í 28. umferð ensku úrvalsdeildarinnar á City Ground-leikvanginum í dag.

Fyrri hálfleikurinn fer ekki í neinar sögubækur. Hvorugt liðið var að skapa sér mikið en það var Manchester City sem komst kannski næst því að skora.

Erling Braut Haaland fékk ágætis færi á 9. mínútu sem fór af Murillo og aftur fyrir og þá átti Nico Gonzalez hörkuskot sem fór framhjá markinu.

Phil Foden átti þá tilraun sem Nico Dominguez náði að komast fyrir, en boltinn hefði líklegast sungið í netinu ef ekki hefði verið fyrir þessa blokkeringu Argentínumannsins.

Bernardo Silva átti aðra tilraun sem hann setti yfir markið, en annars var fyrri hálfleikurinn ansi dapur hjá báðum liðum og ekki besta auglýsingin fyrir deildina.

Staðan í hálfleik markalaus en það var Forest sem kom líflegra til leiks í þann síðari.

Dominguez fékk gott færi eftir fyrirgjöf Anthony Elanga en beint í faðminn á Ederson. Forest var áfram líflegt en var í erfiðleikum með að nýta sér meðbyrinn.

Þegar rúmur klukkutíma var liðinn átti Callum Hudson-Odoi besta færi Forest og leiksins á þeim tímapunkti sem náði góðu skoti í átt að marki en Ederson náði að blaka boltanum í stöng áður en boltanum var hreinsað frá.

Kevin De Bruyne kom inn af bekknum á lokakaflanum og átti nokkur færi. Líklega hefði hann klára þetta á einhverju öðru tímabili, en ekki alveg sami bragur á honum á þessu tímabili og síðustu ár.

Sjö mínútum fyrir leikslok kom óvænt sigurmark. Morgan Gibbs-White átti langa sendingu út á hægri vænginn á Hudson-Odoi sem vann sig inn í teiginn. Hann skaut síðan boltanum alveg upp við nærstöng og í netið. Ederson leit hrikalega illa út í markinu, enda virkaði það nánast ómögulegt að troða boltanum í nærhornið.

Man City reyndi að koma til baka en það gekk ekki upp á þessum ágæta degi og er Forest nú með fjögurra stiga forystu á City í Meistaradeildarbaráttunni. Forest er í 3. sæti með 51 stig en City í 4. sæti með 47 stig.

Meistaradeildardraumurinn orðinn raunverulegur fyrir Forest nú þegar tíu umferðir eru eftir.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner