Mateta kostar 40 milljónir punda - Liverpool og Man Utd vilaj Robinson - Douglas Luiz aftur í ensku úrvalsdeildina?
   lau 08. mars 2025 19:58
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Ítalía: Pulisic fullkomnaði endurkomu Milan - Þórir Jóhann frábær
Mynd: EPA
Þórir Jóhann Helgason átti frábæran leik í svekkjandi tapi Lecce gegn AC Milan í kvöld.

Þórir átti sendingu á NIkola Krstovic snemma leiks. Krstovic lét vaða fyrir utan teig og skoraði glæsilegt mark.

Eftir klukkutíma leik sendi Þórir boltann á Federic Guilbert sem sendi á Krstovic sem tvöfaldaði forystu Lecce.

MIlan gafst ekki upp því liðið minnkaði muninn stuttu síðar þegar Antonio Gallo varð fyrir því óláni að skora sjálfsmark. Christian Pulisic jafnaði metin aðeins fimm mínútum síðar með marki úr vítaspyrnu.

Hann tryggði síðan Milan ótrúlegan sigur þegar hann skoraði af stuttu færi eftir fyrirgjöf frá Rafael Leao.

Mikael Egill Ellertsson spilaði rúmlega klukkutíma þegar Venezia náði í jafntefli á dramatískan hátt gegn Como. Bjarki Steinn Bjarkason kom inn á fyrir hann á 63. mínútu. Parma nældi í stig gegn Torino en Venezia er fimm stigum frá Parrma sem er í neðsta örugga sætinu.

Como 1 - 1 Venezia
1-0 Jonathan Ikone ('49 )
1-1 Christian Gytkjaer ('90 , víti)

Lecce 2 - 3 Milan
1-0 Nikola Krstovic ('7 )
2-0 Nikola Krstovic ('59 )
2-1 Antonino Gallo ('68 , sjálfsmark)
2-2 Christian Pulisic ('73 , víti)
2-3 Christian Pulisic ('81 )

Parma 2 - 2 Torino
0-1 Eljif Elmas ('19 )
1-1 Mateo Pellegrino ('60 )
1-2 Che Adams ('72 )
2-2 Mateo Pellegrino ('82 )
Stöðutaflan Ítalía Serie A - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Inter 28 18 7 3 63 27 +36 61
2 Napoli 27 17 6 4 43 22 +21 57
3 Atalanta 27 16 7 4 59 26 +33 55
4 Juventus 27 13 13 1 45 21 +24 52
5 Lazio 27 15 5 7 49 35 +14 50
6 Bologna 28 13 11 4 44 34 +10 50
7 Fiorentina 27 13 6 8 42 28 +14 45
8 Milan 28 12 8 8 42 32 +10 44
9 Roma 27 12 7 8 42 30 +12 43
10 Udinese 27 11 6 10 34 37 -3 39
11 Torino 28 8 11 9 33 34 -1 35
12 Genoa 28 7 11 10 26 36 -10 32
13 Como 28 7 8 13 34 44 -10 29
14 Cagliari 28 6 8 14 28 43 -15 26
15 Verona 28 8 2 18 28 58 -30 26
16 Lecce 28 6 7 15 20 46 -26 25
17 Parma 28 5 9 14 34 48 -14 24
18 Empoli 27 4 10 13 23 44 -21 22
19 Venezia 28 3 10 15 23 42 -19 19
20 Monza 28 2 8 18 23 48 -25 14
Athugasemdir
banner
banner
banner