Mateta kostar 40 milljónir punda - Liverpool og Man Utd vilaj Robinson - Douglas Luiz aftur í ensku úrvalsdeildina?
   sun 09. mars 2025 14:05
Brynjar Ingi Erluson
Championship: Fyrsta tap Leeds síðan í nóvember
Illan Meslier kostaði Leeds í dag
Illan Meslier kostaði Leeds í dag
Mynd: EPA
Portsmouth 1 - 0 Leeds
1-0 Colby Bishop ('61 )

Topplið Leeds United tapaði óvænt fyrir Portsmouth, 1-0, í ensku B-deildinni í dag.

Leedsarar höfðu ekki tapað leik síðan í nóvember á síðasta ári og má alveg færa rök fyrir því að liðið hafi verið rænt stigum í dag.

Þegar tæpur stundarfjórðungur var liðinn vildu gestirnir í Leeds fá vítaspyrnu er Matt Ritchie tók Daniel James niður í teignum. Dómarinn var tilbúinn að dæma en hætti við og þá er auðvitað ekkert VAR í B-deildinni og má segja að Portsmouth hafi sloppið með skrekkinn.

Leeds fékk urmul af færum til að taka forystuna en leikplanið hjá Portsmouth gekk þokkalega vel og tókst liðinu að halda út fram að hálfleik.

Joel Piroe fékk algert dauðafæri snemma í síðari hálfleiknum en setti boltann yfir af stuttu færi.

Leeds var refsað fyrir það þegar hálftími var eftir og kom það upp úr engu. Colby Bishop stakk sér inn fyrir Joe Rodon og var kominn á móti Illian Meslier, sem hikaði eitthvað við að fara úr marki. Bishop náði að komast í boltann á undan Meslier og skora með laglegu skoti.

Heildarframmistaða Leeds á tímabilinu hefur verið frábær en franski markvörðurinn hefur hins vegar kostað liðið mörg dýrmæt stig sem gætu reynst dýrkeypt þegar talið verður upp úr pokanum í vor.

Færin voru á báða bóga á lokakaflanum. Junior Firpo átti skalla í þverslá og stuttu seinna gat Portsmouth gert út um leikinn er Josh Murphy reyndi skot en það hafnaði í stöng.

Örvænting greip um sig hjá Leeds í lokin og reyndi liðið allt til að koma til baka en tókst ekki. Fyrsta tap liðsins síðan í lok nóvember en Leedsarar halda toppsætinu með 76 stig á meðan Portsmouth er í 17. sæti með 42 stig.
Stöðutaflan England Championship - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Leeds 36 22 10 4 72 23 +49 76
2 Sheffield Utd 36 24 6 6 51 27 +24 76
3 Burnley 36 20 14 2 49 10 +39 74
4 Sunderland 36 19 11 6 54 33 +21 68
5 Coventry 36 16 8 12 52 46 +6 56
6 West Brom 36 13 16 7 46 32 +14 55
7 Bristol City 36 13 14 9 46 39 +7 53
8 Blackburn 36 15 7 14 41 37 +4 52
9 Middlesbrough 36 14 8 14 55 47 +8 50
10 Norwich 36 12 13 11 57 49 +8 49
11 Watford 36 14 7 15 46 50 -4 49
12 Millwall 36 12 12 12 36 37 -1 48
13 Sheff Wed 36 13 9 14 50 56 -6 48
14 QPR 36 11 11 14 41 46 -5 44
15 Swansea 36 12 8 16 38 46 -8 44
16 Preston NE 36 9 16 11 36 42 -6 43
17 Portsmouth 36 11 9 16 44 57 -13 42
18 Oxford United 36 9 12 15 37 53 -16 39
19 Hull City 36 9 10 17 36 45 -9 37
20 Stoke City 36 8 12 16 36 50 -14 36
21 Cardiff City 36 8 12 16 39 59 -20 36
22 Derby County 36 8 8 20 35 49 -14 32
23 Luton 36 8 7 21 32 59 -27 31
24 Plymouth 36 6 12 18 36 73 -37 30
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner