Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   mið 09. nóvember 2022 17:30
Elvar Geir Magnússon
Carragher: Lloris ekki nægilega góður fyrir Tottenham
Hugo Lloris.
Hugo Lloris.
Mynd: EPA
Sparkspekingurinn Jamie Carragher telur að Tottenham þurfi að fá sér betri markvörð. Han telur að franski heimsmeistarinn Hugo Lloris geri of mörg mistök og sé hreinlega ekki nægilega góður.

Lloris hefur verið hjá Tottenham í rúman áratug, síðan hann kom frá Lyon á 7,9 milljónir punda en hefur verið gagnrýndur fyrir að gera kostnaðarsöm mistök.

„Ég hef hugsað um þetta í nokkur ár, ég veit að hann er heimsmeistari en hann er ekki nægilega góður fyrir Tottenham," segir Carragher.

„Þegar kemur að því að berjast um titla þá er Lloris ekki nægilega góður fyrir félagið. Ég tel að Antonio Conte þurfi að fá heimsklassa miðvörð og topp markvörð."

Sögusagnir eru um að Tottenham sé að skoða það að skipta Lloris út næsta sumar. Lloris hefur spilað 436 leiki fyrir Tottenham en hefur ekki unnið til verðlauna.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner