mið 09. nóvember 2022 20:53
Brynjar Ingi Erluson
Danski bikarinn: Orri Steinn opnaði markareikninginn með FCK
Orri Steinn Óskarsson skoraði fyrsta mark sitt fyrir aðalliðið
Orri Steinn Óskarsson skoraði fyrsta mark sitt fyrir aðalliðið
Mynd: Getty Images
Stefán Teitur lagði upp í sigri Silkeborg
Stefán Teitur lagði upp í sigri Silkeborg
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
FCK er komið áfram í 8-liða úrslit danska bikarsins eftir að hafa unnið Thisted, 3-1, í kvöld. Orri Steinn Óskarsson skoraði fyrsta mark sitt fyrir aðallið FCK.

Orri Steinn, sem er 18 ára, hefur verið að fá tækifærin með aðalliði FCK á þessu tímabili.

Hann var í byrjunarliðinu í kvöld og nýtti það tækifæri vel því hann kom FCK á bragðið á 22. mínútu eftir stoðsendingu frá Christian Sörensen, fyrrum leikmanni Þróttar.

Þetta var fyrsta mark Orra fyrir aðallið FCK. Thisted jafnaði metin og þurfti að fara með leikinn í framlengingu en þar hafði FCK betur og var það Sörensen sem lagði upp tvö mörk fyrir Andreas Cornelius sem tryggði sigurinn.

Ísak Bergmann Jóhannesson var einnig í byrjunarliði FCK en hann fór af velli í hálfleik. Orri fór af velli eftir klukkutíma.

Aron Sigurðarson kom af bekknum á 85. mínútu í lið Horsens sem tapaði fyrir Vejle, 1-0.

Erik Hamrén og lærisveinar hans í Álaborg eru komnir áfram í 8-liða úrslit eftir 2-1 sigur á Middelfart.

Stefán Teitur Þórðarson kom inná sem varamaður á 69. mínútu og lagði upp þriðja mark Silkeborg í 3-1 sigri á Randers. Hann lagði upp markið ellefu mínútum etir að hann kom inná.
Athugasemdir
banner
banner
banner