Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mið 09. nóvember 2022 20:28
Elvar Geir Magnússon
Ekkert óvænt í velska hópnum - Allen með þrátt fyrir meiðsli
Gareth Bale er fyrirliði Wales.
Gareth Bale er fyrirliði Wales.
Mynd: EPA
Robert Page landsliðsþjálfari Wales hefur opinberað 26 manna leikmannahóp sinn fyrir HM í Katar. Miðjumaðurinn Joe Allen er í hópnum en hann var tæpur vegna meiðsla.

Gareth Bale er fyrirliði Wales en það er ekkert óvænt í vali Page. Bale fagnaði bandaríska MLS titlinum með Los Angeles FC á dögunum.

Wales mætir Bandaríkjunum í sínum fyrsta leik á HM 21. nóvember. Liðin eru í B-riðli ásamt Englandi og Íran.

Markverðir: Wayne Hennessey (Nottingham Forest), Danny Ward (Leicester City), Adam Davies (Stoke City).

Varnarmenn: Neco Williams (Nottingham Forest), Ben Davies (Tottenham Hotspur), Ben Cabango (Swansea City), Joe Rodon (Rennes, on loan from Tottenham Hotspur), Chris Mepham (Bournemouth), Ethan Ampadu (Spezia, á láni frá Chelsea), Chris Gunter (AFC Wimbledon), Connor Roberts (Burnley), Tom Lockyer (Luton Town).

Miðjumenn: Aaron Ramsey (Nice), Joe Allen (Swansea City), Harry Wilson (Fulham), Joe Morrell (Portsmouth), Dylan Levitt (Dundee United), Rubin Colwill (Cardiff City), Jonny Williams (Swindon Town), Matthew Smith (Milton Keynes Dons), Sorba Thomas (Huddersfield Town).

Sóknarmenn: Gareth Bale (Los Angeles FC), Dan James (Fulham, á láni frá Leeds United), Kieffer Moore (Bournemouth), Mark Harris (Cardiff City), Brennan Johnson (Nottingham Forest).
Athugasemdir
banner
banner