Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   mið 09. nóvember 2022 19:45
Brynjar Ingi Erluson
Franski hópurinn kynntur - Varane til Katar en ekki Pogba
Paul Pogba missir af HM
Paul Pogba missir af HM
Mynd: Getty Images
Christopher Nkunku er í hópnum
Christopher Nkunku er í hópnum
Mynd: EPA
Didier Deschamps, þjálfari Frakklands, valdi 25-manna hóp sinn fyrir HM í Katar í kvöld en Paul Pogba er ekki í lokahópnum og fer því ekki á mótið.

Pogba hefur verið að gíima við erfið meiðsli í hné síðustu mánuði en það kom bakslag í endurhæfingu hans á dögunum og var því óljóst hvort hann myndi ná mótinu.

Miðjumaðurinn er ekki klár fyrir mótið og hefur því Deschamps ákveðið að velja hann ekki. N'golo Kanté er ekki heldur í hópnum en hann er að glima við meiðsli aftan í læri.

Tólf leikmenn sem unnu HM í Rússlandi fyrir fjórum árum eru ekki í hópnum en þar má nefna Corentin Tolisso, Pogba, Kanté, Thomas Lemar, Blaise Matuidi, Benjamin Mendy, Steven Nzonzi, Adil Rami, Djibril Sidibé, Samuel Umtiti og Florian Thauvin.

Ibrahima Konate, varnarmaður Liverpool er í hópnum og þá er Edouardo Camavinga, miðjumaður Real Madrid, einnig þar, en það var spáð því að þeir myndu ekki komast á mótið. Raphael Varane, varnarmaður Manchester United, er einnig í hópnum en hann á að vera búinn að jafna sig á meiðslum þegar HM hefst.

Hópurinn í heild sinni:

Markverðir: Alphonse Areola (West Ham), Hugo Lloris (Tottenham), Steve Mandanda (Rennes)

Varnarmenn: Lucas Hernandez (Bayern München), Theo Hernandez (AC Milan), Presnel Kimpembe (Paris St-Germain), Ibrahima Konate (Liverpool), Jules Kounde (Barcelona), Benjamin Pavard (Bayern Munich), William Saliba (Arsenal), Dayot Upamecano (Bayern München), Raphael Varane (Manchester United)

Miðjumenn: Eduardo Camavinga (Real Madrid), Youssouf Fofana (Monaco), Matteo Guendouzi (Marseille), Adrien Rabiot (Juventus), Aurelien Tchouameni (Real Madrid), Jordan Veretout (Marseille)

Sóknarmenn: Karim Benzema (Real Madrid), Kingsley Coman (Bayern München), Ousmane Dembele (Barcelona), Olivier Giroud (AC Milan), Antoine Griezmann (Atletico Madrid), Kylian Mbappe (Paris St-Germain), Christopher Nkunku (RB Leipzig)
Athugasemdir
banner
banner