Það er alltaf í myndinni að fara aftur þangað en á sama tíma erum við líka opin fyrir því að prófa eitthvað nýtt, fara til annarra landa
Sandra María Jessen, leikmaður Þór/KA , ræddi við Fótbolta.net í gær. Sandra er þessa dagana á landsliðsæfingum sem er hennar fyrsta landsliðsverkefni í rúm tvö ár. Síðast var hún í hópnum í október 2020 fyrir leik gegn Svíþjóð í undankeppni EM. Hún var aftur valin mánuði síðar en komst ekki í það verkefni þar sem hún var í sóttkví.
Sandra eignaðist svo sitt fyrsta barn og sneri til baka á völlinn í vor. Hún átti gott tímabil með Þór/KA, skoraði átta mörk, og fékk kallið aftur í landsliðið. Hópurinn er skipaður leikmönnum sem spila í Bestu deildinni.
Sjá einnig:
Stolt og sátt með endurkomuna - „Ein besta ráðning sem Þór/KA gat gert"
Sandra eignaðist svo sitt fyrsta barn og sneri til baka á völlinn í vor. Hún átti gott tímabil með Þór/KA, skoraði átta mörk, og fékk kallið aftur í landsliðið. Hópurinn er skipaður leikmönnum sem spila í Bestu deildinni.
Sjá einnig:
Stolt og sátt með endurkomuna - „Ein besta ráðning sem Þór/KA gat gert"
„Það var rosalega góð tilfinning og skemmtilegt að vera valin. Þetta er eitthvað sem ég er búin að sakna í tvö ár, búin að eignast barn og koma mér til baka eftir það. Markmiðið var klárlega að koma mér aftur þangað, að komast aftur í landsliðið einhvern tímann."
„Ég held að þetta skref sé flott í að ná því markmiði. Nú er undir mér komið að nýta þetta tækifæri og sýna hvað í mér býr. Ég held að allir leikmenn sem eru stórhuga vilji komast í landsliðið, ég að sjálfsögðu vil það líka," sagði Sandra María.
Hún hefur leikið allan sinn feril á Íslandi með Þór/KA en leikið erlendis með Slavia Prag og Bayer Leverkusen. Hún segir það vera inn í myndinni að fara aftur út í atvinnumennsku.
„Það gæti vel verið að maður fari aftur út, sérstaklega þar sem kærasti minn og fjölskylda hans eru þýsk. Það er alltaf í myndinni að fara aftur þangað en á sama tíma erum við líka opin fyrir því að prófa eitthvað nýtt, fara til annarra landa," sagði Sandra sem heldur öllu opnu.
Athugasemdir