Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   mið 09. nóvember 2022 14:30
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Guðni Sigþórs í Þrótt Vogum (Staðfest)
Gísli Sigurðarson formaður knattspyrnudeildar og Guðni við undirritun í gærkvöldi.
Gísli Sigurðarson formaður knattspyrnudeildar og Guðni við undirritun í gærkvöldi.
Mynd: EPA
Grenvíkingurinn Guðni Sigþórsson er genginn í raðir Þróttar Vogum frá Magna.

Guðni er 23 ára en hefur þrátt fyrir ungan aldur spilað 108 deildarleiki á ferlinum og skorað 23 mörk. Guðni er uppalinn í Magna en fór árið 2011 í Þór og var þar í átta ár áður en hann sneri til baka á láni tímabilið 2019. Hann fór svo alfarið í Magna um mitt sumar 2021.

Guðni er sóknarsinnaður leikmaður og getur spilað sem fremsti maður, á köntunum eða fyrir aftan framherja. Í sumar skoraði hann fimm mörk þegar Magni féll úr 2. deild.

Þróttur lék í fyrsta sinn í næstefstu deild á liðinni leiktíð en féll aftur niður í 2. deild.

Guðni er annar leikmaðurinn sem Þróttarar tilkynna í vetur, á sunnudag var Adam Árni Róbertsson staðfestur sem leikmaður liðsins á komandi leiktíð.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner