Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
banner
   mið 09. nóvember 2022 14:44
Elvar Geir Magnússon
Heimild: Vísir 
Heimir þarf að hreinsa af sér risaeðlustimpil
Heimir Guðjónsson.
Heimir Guðjónsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Miðað við umræðuna mætti halda að Heimir sé orðin hálfgerð risaeðla sem hafi verið skilin eftir af mönnum á borð við Arnari Gunnlaugssyni og Óskari Hrafni Þorvaldssyni. Samt eru bara tvö ár síðan lið Heimis varð Íslandsmeistari með fáheyrðum yfirburðum," skrifar blaðamaðurinn Ingvi Þór Sæmundsson í grein á Vísi.

Greinin ber fyrirsögnina „Kaupa aftur hlutabréf í Heimi í sögulegu lágmarki" en þar er fjallað um ráðningu FH á Heimi Guðjónssyni sem kynntur var í Kaplakrika í gær.

Heimir er gríðarlega sigursæll á sínum ferli og FH hefur ekki barist um Íslandsmeistaratitilinn síðan hann yfirgaf félagið eftir sumarið 2017.

Síðustu tvö ár hafa þó verið erfið hjá Heimi og hann var rekinn frá Val í sumar. Hann fær mjög snúið verkefni í hendurnar í Hafnarfirði. FH var markatölunni frá því að falla niður í Lengjudeildina í sumar.

„Leikmannahópurinn er líka skringilega samsettur eins og margoft hefur verið fjallað um. Í honum er bara leikmenn sem voru einu sinni góðir og svo leikmenn sem verða (kannski) góðir í framtíðinni. Enginn í hópnum er á toppaldri," skrifar Ingvi.

Hér má sjá viðtal sem Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson tók við Heimi þegar hann var kynntur í Krikanum í gær:
Heimir: Man ekki eftir því að ég hafi lent í þessu áður
Athugasemdir
banner
banner
banner