
Son Heung-Min, sóknarleikmaður Tottenham, hefur tilkynnt það á samfélagsmiðlum að hann verði með Suður-Kóreu á HM 2022. Son varð fyrir kinnbeinsbroti í Meistaradeildarleik gegn Marseille þann 1. nóvember.
Í kjölfarið fóru af stað vangaveltur um að hann myndi líklega missa af HM.
Í tilkynningu á Instagram segir Son hinsvegar að það hafi verið æskudraumur sinn að spila á HM.
Í kjölfarið fóru af stað vangaveltur um að hann myndi líklega missa af HM.
Í tilkynningu á Instagram segir Son hinsvegar að það hafi verið æskudraumur sinn að spila á HM.
„Sæl öll! Ég vildi bara nota tækifærið og þakka fyrir öll skilaboðin og stuðninginn sem ég hef fengið undanfarna viku," skrifaði Son.
Hann segist ekki geta beðið eftir því að spila fyrir hönd þjóðar sinnar á HM í Katar.
Son hefur leikið 104 landsleiki fyrir Suður-Kóreu og skorað 35 mörk. Liðið mætir Úrúgvæ í fyrsta leik sínum í keppninni þann 24. nóvember.
Athugasemdir