mið 09. nóvember 2022 16:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Var tilbúinn að taka áhættuna en þjálfarinn ekki á sama máli
James í landsleik.
James í landsleik.
Mynd: EPA
Bakvörðurinn Reece James er miður sín eftir að það varð ljóst að hann yrði ekki með á HM í Katar.

Landsliðsþjálfarinn Gareth Southgate hringdi í James í gær og lét hann vita að hann yrði ekki í 26 manna landsliðshópnum. Hópurinn verður tilkynntur á morgun.

James er að jafna sig á hnémeiðslum og vill Southgate ekki taka áhættuna á því að velja leikmanninn.

James segist hafa verið tilbúinn að taka áhættuna en þjálfarinn var það ekki.

„Ég er miður mín. Ég vissi alltaf að þetta yrði tæpt þegar ég meiddist, en mér fannst það alltaf mögulegt. Ég trúði því að ég gæti hjálpað liðinu. Þetta var áhætta sem ég var tilbúinn að taka. Gangi strákunum vel," skrifar James á Twitter.

Líkt og fyrr segir þá verður enski hópurinn tilkynntur á morgun. James verður ekki þar.


Athugasemdir
banner
banner
banner