Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
banner
   mið 09. nóvember 2022 14:00
Elvar Geir Magnússon
Wilson: Hef gert allt sem ég get gert
Mynd: Getty Images
Callum Wilson telur sig hafa gert allt sem hann getur gert til að verðskulda sæti í HM hóp Englands. Nú bíður hann bara eftir vali Gareth Southgate sem opinberað verður á morgun.

Wilson hefur skorað sex mörk í tíu leikjum á þessu tímabili.

Hann hefur verið mikið á meiðslalistanum undanfarin ár og því aðeins spilað fjóra landsleiki fyrir England, og skorað eitt mark.

„Ég er í góðu standi og líður mjög vel. Ég hef ekki verið í neinu sambandi við Gareth en ég tel ekkert óvenjulegt. Þegar ég fékk mitt fyrsta landsliðsval 2019 voru engin samskipti í aðdragandanum svo ég hef engar áhyggjur," segir Wilson.

„Ég er ánægður með það sem ég hef gert, ég hefði ekki getað gert mikið meira. Ég er með sex mörk í tíu leikjum og tvær eða þrjár stoðsendingar. Ég hef gert mitt besta og vonandi er mitt besta nóg."

Spennandi verður að sjá hver verði varaskeifa fyrir Harry Kane á HM en Tammy Abraham, sóknarmaður Roma, kemur þar til greina líkt og Wilson.
Athugasemdir
banner
banner