Liverpool hefur áhuga á Gomes - Yamal fær nýjan samning - Sean Dyche íhugar markvarðarbreytingu
banner
mánudagur 16. september
Besta-deild karla
föstudagur 13. september
Besta-deild kvenna - Efri hluti
Besta-deild karla
fimmtudagur 12. september
Besta-deild kvenna - Efri hluti
þriðjudagur 10. september
Undankeppni EM U21
Æfingamót í Slóveníu
mánudagur 9. september
Þjóðadeildin
laugardagur 7. september
Meistaradeild kvenna - forkeppni
Lengjudeild karla
Besta-deild kvenna - Neðri hluti
Lengjudeild kvenna
Æfingamót U19 karla
föstudagur 6. september
Þjóðadeildin
Undankeppni EM U21
fimmtudagur 5. september
Æfingamót U19 karla
miðvikudagur 4. september
Forkeppni Meistaradeildar kvenna
mánudagur 2. september
Besta-deild kvenna - Neðri hluti
mánudagur 26. ágúst
Besta-deild karla
2. deild karla
fimmtudagur 22. ágúst
Besta-deild karla
Lengjudeild karla
Lengjudeild kvenna
Sambandsdeild UEFA - Umspil
miðvikudagur 21. ágúst
2. deild karla
laugardagur 17. ágúst
Besta-deild karla
föstudagur 16. ágúst
Mjólkurbikar kvenna
miðvikudagur 14. ágúst
Lengjudeild karla
þriðjudagur 17. september
FA Cup
Alfreton Town 0 - 0 Spalding United
Banbury United 2 - 3 Melksham
Barking - Gorleston - 18:45
Gloucester City 0 - 2 Gosport Borough
Hednesford Town - Rugby Town - 18:45
Hungerford Town 0 - 1 Winchester City
Ilkeston 0 - 1 Hereford
Leiston - Brentwood Town - 18:45
Scarborough Athletic 5 - 2 Dunston UTS
Scunthorpe United 5 - 0 Newcastle Town
Slough Town 2 - 1 Chichester
Warrington Rylands 3 - 1 Newton Aycliffe
Wingate and Finchley - Cray Wanderers - 18:45
Witham Town - Haringey Borough - 18:45
Deildabikarinn
Stoke City 3 - 2 Fleetwood Town
Blackpool 0 - 1 Sheff Wed
Brentford 3 - 1 Leyton Orient
Everton 6 - 7 Southampton
Preston NE 1 - 1 Fulham
QPR 1 - 2 Crystal Palace
Man Utd 7 - 0 Barnsley
Meistaradeildin
Juventus 3 - 1 PSV
Young Boys 0 - 3 Aston Villa
Bayern 9 - 2 Dinamo Zagreb
Milan 1 - 3 Liverpool
Sporting 2 - 1 Lille
Real Madrid 2 - 1 Stuttgart
Vináttulandsleikur
Italy U-16 2 - 3 Spain U-16
Slovenia U-16 2 - 0 Hungary U-16
La Liga
Mallorca 1 - 0 Real Sociedad
Damallsvenskan - Women
Djurgarden W 5 - 2 Linkoping W
mið 14.ágú 2024 11:30 Mynd: Getty Images
Magazine image

Spáin fyrir enska - 7. sæti: „Minn tími mun koma"

Það styttist heldur betur í það að þjóðaríþrótt Íslendinga, enska úrvalsdeildin, fari aftur af stað. Deildin byrjar að rúlla á föstudaginn. Við höldum áfram að kynna liðin í deildinni eftir því hvar þau enda í sérstakri spá fréttamanna Fótbolta.net. Við heyrum líka í stuðningsfólki liðanna og tökum púlsinn fyrir tímabilið sem er framundan.

Í sjöunda sæti er Aston Villa sem fer í Meistaradeildina á komandi tímabili.

Aston Villa fagnar marki á síðasta tímabili.
Aston Villa fagnar marki á síðasta tímabili.
Mynd/Getty Images
Unai Emery, stjóri Aston Villa.
Unai Emery, stjóri Aston Villa.
Mynd/EPA
Emiliano Martinez, markvörður Aston Villa.
Emiliano Martinez, markvörður Aston Villa.
Mynd/Getty Images
John McGinn, fyrirliði.
John McGinn, fyrirliði.
Mynd/EPA
Ollie Watkins, mikill markaskorari.
Ollie Watkins, mikill markaskorari.
Mynd/Getty Images
Amadou Onana gekk í raðir Aston Villa í sumar fyrir 50 milljónir punda.
Amadou Onana gekk í raðir Aston Villa í sumar fyrir 50 milljónir punda.
Mynd/Aston Villa
Gylfi Þór Gíslason er stuðningsmaður Aston Villa.
Gylfi Þór Gíslason er stuðningsmaður Aston Villa.
Mynd/Úr einkasafni
Úr leik Aston Villa og FH.
Úr leik Aston Villa og FH.
Mynd/Fótbolti.net - Sölvi Logason
Gæti Villa blandað sér í baráttuna um titilinn?
Gæti Villa blandað sér í baráttuna um titilinn?
Mynd/Getty Images
Varnarmaðurinn Ezri Konsa lék með Englandi á EM í sumar.
Varnarmaðurinn Ezri Konsa lék með Englandi á EM í sumar.
Mynd/Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Ross Barkley kom frá Luton.
Ross Barkley kom frá Luton.
Mynd/Getty Images
Enduðu í fjórða sæti á síðustu leiktíð.
Enduðu í fjórða sæti á síðustu leiktíð.
Mynd/EPA
Frá Villa Park í Birmingham, heimavelli Aston Villa.
Frá Villa Park í Birmingham, heimavelli Aston Villa.
Mynd/Getty Images
Aston Villa náði mögnuðum árangri á síðustu leiktíð þegar liðið komst í Meistaradeildina. Fyrir nokkrum árum hefði það verið mjög svo fjarlægur draumur en á síðustu árum hefur þetta verið í rétta átt hjá Villa. Það byrjaði allt með ráðningu Spánverjans Unai Emery sem tók við af Steven Gerrard. Emery var ekki vinsæll hjá Arsenal þegar hann var þar en það er augljóst að hann lærði af þeirri reynslu og kom sterkari til baka í enska boltann.

Aston Villa er í fyrsta sinn í 41 ár að fara að spila í Meistaradeildinni og það verður gaman að sjá liðið spreyta sig þar. Emery er ekki saddur og hann lét það alveg í ljós á lokahófi félagsins á síðustu leiktíð. Hann hélt þar ræðu þar sem hann krafðist þess að gera meira og betur.

Það eru aðeins fjögur ár síðan Villa fékk til sín Mbwana Samatta og Borja Bastón í baráttu sinni um að falla ekki í Championship-deildina. Hvaða gæjar eru það eiginlega? Núna er liðið að fara í Meistaradeildina og það er bjart yfir þessum hluta Birmingham. En liðinu er spáð sjöunda sæti og áhrif Meistaradeildarinnar spila líklega þar inn í. Leikirnir í Meistaradeildinni eru krefjandi og það verður erfitt að púsla þessu saman með deildinni. Sérstaklega þegar þú hefur ekki tekið þátt í þessari keppni í 41 ár. Aston Villa getur það alveg og ef allt gengur upp, þá fer liðið aftur í Meistaradeildina að ári. Leikmannahópurinn er það sterkur og stjórinn er einn sá besti í deildinni.

Stjórinn: Unai Emery breytti Aston Villa til hins mun betra. Hann er afskaplega fær þjálfari og sýndi það hvað mest á Spáni þar sem hann vann Evrópudeildina í þrígang með Sevilla og einu sinni með Villarreal. Það gekk ekki vel hjá honum með Arsenal en hann kom reynslunni ríkari í enska boltann þegar hann tók við Villa í október 2022. Hann fór með liðinu úr fallbaráttu í Evrópu og tók það svo skrefi lengra á síðasta tímabili með því að koma Villa í Meistaradeildina. Hann er gríðarlega metnaðarfullur og brennur fyrir starfinu.

Leikmannaglugginn: Það hefur mikið gengið á hjá Aston Villa í sumar en félagið hefur fengið til sín átta leikmenn í sumar og hafa aðrir átta leikmenn farið. Lewis Dobbin kom bæði og fór.

Komnir:
Amadou Onana frá Everton - 50 milljónir punda
Ian Maatsen frá Chelsea - 37,5 milljónir punda
Jaden Philogene frá Hull - 18 milljónir punda
Cameron Archer frá Sheffield United - 14 milljónir punda
Samuel Iling-Junior frá Juventus - 11,8 milljónir punda
Lewis Dobbin frá Everton - 10 milljónir punda
Enzo Barrenechea frá Juventus - 6,7 milljónir punda
Ross Barkley frá Luton - 5 milljónir punda

Farnir:
Moussa Diaby til Al-Ittihad - 50,5 milljónir punda
Douglas Luiz til Juventus 42,4 milljónir punda
Omari Kellyman til Chelsea - 19 milljónir punda
Tim Iroegbunam til Everton - 9 milljónir punda
Morgan Sanson til Nice - 3,4 milljónir punda
Viljami Sinisalo til Celtic - 1 milljón punda
Lewis Dobbin til West Brom - Á láni
Calum Chambers til Cardiff - Á láni
Philippe Coutinho til Vasco de Gama - Á láni



Lykilmenn:
Emiliano Martinez - Argentínski markvörðurinn er einn sá besti í deildinni. Sá hefur tekið miklum framförum eftir að hann fór frá Arsenal yfir til Villa á sínum tíma. Hefur þá spilað lykilhlutverk í landsliði Argentínu og var einn mikilvægasti leikmaðurinn í liðinu sem fór með sigur af hólmi á Copa America í sumar.

John McGinn - Miðjumaðurinn kraftmikli er hjartað í liðinu og ber fyrirliðabandið. Hann gekk til liðs við Aston Villa þegar félagið var í Championship og síðan þá hefur hann hjálpað Villa að festa sig í sessi í ensku úrvalsdeildinni og að komast í Evrópukeppni. Mikill drifkraftur í þessu liði.

Ollie Watkins - Skoraði 27 mörk í 53 keppnisleikjum á síðustu leiktíð og þar af voru 19 í ensku úrvalsdeildinni. Hann fylgdi því svo eftir með því að spila frábærlega með Englandi á Evrópumótinu í sumar þar sem hann átti afar sterkar innkomur. Hann skoraði meðal annars markið sem fleytti Englandi í úrslitaleikinn. Ætli hann fari yfir 20 mörk í ensku úrvalsdeildinni í fyrsta sinn á komandi leiktíð?

„Mér leist vel á búninginn og nafnið"

Gylfi Þór Gíslason er stuðningsmaður Aston Villa og fengum við aðeins að vita meira um það.

Ég byrjaði að halda með Aston Villa af því að... Ég byrjaði að halda með Aston Villa þegar ég var sirka 6 ára, eða 1969. Það var vegna þess að ég og bróðir minn fundum blað úti á víðavangi í Fossvoginum með heilsíðu myndum af búningum allra knattspyrnuliðanna á Englandi. Við tókum myndirnar úr blaðinu og límdum þær allar á vegginn í herbergi mínu. Þar var Aston Villa meðal annars. Mér leist vel á búninginn og nafnið og ákvað að halda með Aston Villa. Svo fenti yfir það og ég fór að halda með ýmsum öðrum liðum eins og Everton og Leeds meðal annars. En svo fyrir sirka 35 árum síðan sneri ég mér aftur að Aston Villa og hef haldið með liðinu síðan.

Áttu uppáhalds minningu tengda félaginu þínu? Já, mín uppáhalds minning með Aston Villa er eflaust að ég fór á leik Aston Villa á móti FH á Laugardagsvelli haustið 2008 í 2. umferð í UEFA-bikarsins í knattspyrnu. En ég gerði mér sér ferð að heiman frá Ísafirði til að mæta á leikinn.

Uppáhalds leikmaður allra tíma? Ég hef nú ekki sett mig niður við að spá mikið í leikmenn Aston Villa, né annara liða í ensku knattspyrnunni.

Hvernig fannst þér síðasta tímabil? Síðasta tímabil var mjög skemmtilegt. Það var sorglegt hvernig liðið missti flugið á tímabili eftir áramót þegar best gekk. Það var eins og þeir hafi ekki þolað álagið, eins og svo oft vill gerast í boltanum. Að það er eins og að lið sem er ekki vant að vera í toppbaráttunni, missi móðin og hrynji niður töfluna.

Ertu með einhverja sérstaka leikdagshefð? Ég hef nú ekki neina sárstaka leikhefð. Hef ekki þorað að fara út í einhverja hjátrúarfléttu. Það er svo auðvelt að festast í hjátrúnni. Besta að sleppa því, en fylgist alltaf með liðinu þegar það keppir.

Hvern má ekki vanta í liðið? Það veit ég ekkert um, spái lítið í það.

Hver er veikasti hlekkurinn? Þekki ekki hver veikasti hlekkurinn er, né hvort einhver einn leikmaður er betri en annar. Veit að markmaðurinn er landsliðsmaður Argentínu og er helvíti góður.

Hvað finnst þér um stjórann? Mér líst vel á stjórann, hann er greinilega að gera góða hluti. Stendur alltaf sultuslakur á hliðarlínunni.

Hvernig líður þér fyrir tímabilinu sem er fram undan? Ég er mjög spenntur fyrir komandi tímabili. Hef hug á að láta verða að því að fara út á leik ef vel gengur sem mun gera á komandi tímabili.

Hvar endar liðið? Eins og vinkona mín sagði um árið „minn tími mun koma”. Þá segi ég að tími Aston Villa er kominn og við tökum titilinn í ár. Ætli ég panti ekki miða á síðasta heimaleik Aston Villa fljótlega í vetur.

Með virðingu og vinsemd,
Gylfi Þór Gíslason




Þau sem spáðu: Arnar Laufdal Arnarsson, Brynjar Ingi Erluson, Elíza Gígja Ómarsdóttir, Elvar Geir Magnússon, Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson, Haraldur Örn Haraldsson, Jóhann Þór Hólmgrímsson, Ívan Guðjón Baldursson, Stefán Marteinn Ólafsson, Sverrir Örn Einarsson, Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke og Sölvi Haraldsson.

Liðin fengu eitt stig og upp í 20 eftir það hvar hver og einn spáði þeim. Liðið í síðasta sæti fékk eitt stig, liðið í 19. sæti tvö stig og koll af kolli. Stigin í spánni tengjast á engan hátt stigafjölda liðanna í deildinni.
.

Spáin:
1. ?
2. ?
3. ?
4. ?
5. ?
6. ?
7. Aston Villa, 171 stig
8. Newcastle, 163 stig
9. West Ham, 137 stig
10. Crystal Palace, 121 stig
11. Brighton, 109 stig
12. Fulham, 102 stig
13. Bournemouth, 97 stig
14. Wolves, 86 stig
15. Everton, 74 stig
16. Leicester, 61 stig
17. Brentford, 56 stig
18. Southampton, 42 stig
19. Nottingham Forest, 37 stig
20. Ipswich Town, 27 stig
Athugasemdir
banner
banner