Bayern hefur gert tilboð í Díaz - Liverpool vill Ekitike
Fyrsta tap ÍR: „Helvíti gróft ef að eitt tap í tólf leikjum sitji þungt í mönnum"
Hemmi fékk góða afmælisgjöf: „Hún gat ekki verið betri"
Reynir Freyr: Gefur okkur mikið að fá Jón Daða
Gunnar Guðmunds: Við erum búnir að fá okkur alltof mörg mörk úr föstum leikatriðum
Árni Freyr: Andleysi leikmanna í hámarki
Jakob Gunnar spilaði sinn síðasta leik fyrir Þróttara: Vildi spila meira
Ingi Rafn: Fyrri hálfleikurinn skóp þennan sigur
Mark tekið af Keflavík vegna rangstöðu: „Bara óskiljanlegt"
Haraldur Hróðmars: Lífsnauðsynlegur sigur
Venni: Það gaf okkur blóð á tennurnar
Sandra María: Gáfum líkama og sál en það skilaði engu
Hlín kom frábær inn - Svekkt með hlutverkið sitt
Sveindís: Hann kemur samt þegar ekkert er undir
Glódís svekkt: Leyfðum henni að gera nákvæmlega það sem hún vill
Guðrún: Fæ gæsahúð í hvert skipti
Ingibjörg lýsir sorgarferlinu - „Þetta er ömurleg tilfinning"
Dagný: Að öllum líkindum mitt síðasta Evrópumót
Tómas Bent: Hefði átt að troða inn þriðja markinu
Túfa ánægður eftir sannfærandi Evrópusigur: Það er gaman að vera Valsari
Eru 22 saman í Sviss - „Áfram Vestri og áfram Guðrún"
   mið 14. ágúst 2024 22:21
Brynjar Ingi Erluson
Dragan óánægður með leikjaniðurröðun KSÍ: Þetta er ósanngjarnt
Lengjudeildin
Dragan Stojanovic
Dragan Stojanovic
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Dragan Stojanovic, þjálfari Dalvíkur/Reynis, hrósaði Aftureldingu fyrir 3-1 sigurinn í Lengjudeildinni í kvöld, en sá einnig færi til þess að skjóta á KSÍ fyrir niðurröðun leikja.

Lestu um leikinn: Dalvík/Reynir 1 -  3 Afturelding

Afturelding kláraði Dalvík/Reyni á síðasta hálftíma leiksins. Heimamenn jöfnuðu en Afturelding svaraði með tveimur mörkum frá Aroni Jóhannssyni.

„Þeir skora þrjú og við eitt. Þetta er tapleikur en við gátum gert betur. Þetta voru einstaklingsmistök hjá okkur eins og er búið að gerast nokkrum sinnum hjá okkur í sumar, en svona er þetta.“

„Mikil vonbrigði eftir að við jöfnum í 1-1 og fljótlega fáum við mark númer tvö á okkur sem drepur okkur eiginlega. Við náðum ekki að koma til baka eftir það,“
sagði Dragan við Fótbolta.net.

Afturelding spilaði síðasti í deildinni á fimmtudag á meðan Dalvík/Reynir átti leik á laugardag. Mosfellingar fengu því auka tvo daga í endurheimt, en Dragan skilur ekki alveg hvernig stendur á því að fyrirkomulaginu sé háttað á þennan veg.

„Þetta er allt í lagi. Við mætum til að vinna alla leiki og höldum bara áfram. Við gleymum þessum tapleik og hugsum bara um næsta leik á móti Keflavík, en mig langar að koma aðeins inn á Aftureldingarliðið. Síðustu tuttugu mínúturnar voru þeir miklu betri en við og við vorum alveg búnir á því síðustu tuttugu, en ég skil ekki reglur eða hvernig þetta er ákveðið. Afturelding spilaði síðasta fimmtudag á meðan við spiluðum á laugardag. Þeir fengu tvo daga meira en við í hvíld og það er svolítið ósanngjarnt,“ sagði hann ennfremur.

Hægt er að sjá viðtalið í heild sinni hér fyrir ofan.
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner